- Advertisement -

Pennavinirnir skrifa enn undir

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag samkomulag um aukið framboð á íbúðarhúsnæði í Reykjavík á tímabilinu 2023-2032 og fjármögnun á uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum og félagslegu húsnæði.

Þetta er úr frét á vef stjórnarráðsins. Fáir hafa oftar verið myndaðir við allskonar undirskriftir. Sem að drjúgum hluta eru svo dregnar til baka. Bjarni fjármálaráðherra ræður framhaldinu. Í gær var tekin til baka vegagerð um Öxl. Það er bara nýjasta dæmið.

Gefum þeim Sigurði Inga og Degi B. Færi á að standa við eitthvað af öllu því sem þeir hafa undirritað. Fréttin fer hér á eftir:

Markmið samkomulagsins er að auka framboð á nýjum íbúðum til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa samfélagsins á næstu 10 árum. Leitast verður við að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta og húsnæðisöryggi fyrir alla félagshópa.

Sigurður Ingi Jóhannsson: „Það er afar ánægjulegt að Reykjavík hafi riðið á vaðið og skuldbundið sig til að stuðla að hraðri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á næstu árum, en fram undan er stöðug uppbygging um allt land. Samningurinn er sá fyrsti í röðinni og jafnframt sá stærsti og hann mun stuðla að jafnvægi og breytingum á húsnæðismarkaði. Þar skiptir mestu að auka framboð í almenna íbúðakerfinu þar sem ríki og Reykjavíkurborg munu koma sameiginlega að borðinu með niðurgreiðslu íbúða með stofnframlögum og hlutdeildarlánum fyrir fólk undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum.“

Markmiðið er að í Reykjavík verði byggðar um 16 þúsund íbúðir á næstu 10 árum, með áherslu á kröftuga uppbyggingu á fyrri hluta tímabilsins. Stefnt er að því að byggja allt að 2 þúsund íbúðir á ári á næstu 5 árum eða á meðan verið er að mæta uppsafnaðri þörf og skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. Ofangreind markmið eru í takti við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um að byggja þurfi 35 þúsund íbúðir á landsvísu á fyrrgreindu tímabili, til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf.

Dagur B. Eggertsson: „Þessi samningur er gríðarlega mikilvæg tímamót og fagnaðarefni. Ég hef lengi talað fyrir því að það þurfi húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi og heildarsýn á húsnæðismarkaði og því er mikilvægt að önnur sveitarfélög fylgi nú í kjölfarið og af sama metnaði. Markmiðið er öflug uppbygging og húsnæðisöryggi fyrir þær fjölbreyttu þarfir sem við þurfum að mæta. Fyrir Reykjavík er það sértakt fagnaðarefni að samstaða sé um að borgin verði leiðandi í húsnæðisuppbyggingu næsta áratuginn.”


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: