- Advertisement -

Bjarni Ben og skattsvikin

Margrét Kristmannsdóttir.

Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri skrifaði Bakþanka Fréttablaðsins, þessa helgina. Margrét bendir á stórmerkilega staðreynd:

„Árið 2017 fékk fjármálaráðuneytið skýrslu með tillögum til að draga úr skattsvikum, en skýrslan er ofan í skúffunni frægu og tillögurnar safna ryki að mestu. Undanfarna áratugi hafa allar athuganir á umfangi skattsvika hér á landi skilað svipuðum niðurstöðum. Tekjutap ríkis og sveitarfélaga er ekki undir 100 milljörðum – á hverju einasta ári! Því mætti stundum álykta að það væri kerfislæg tregða til að ráðast af hörku gegn skattsvikum.

Það hefur stundum verið sagt að þjóðaríþrótt Íslendinga sé að stela undan skatti og án vafa geta margir horft í eigin barm og viðurkennt að vera samsek – hafa til dæmis orðið hált á svellinu þegar reikningslaus viðskipti hafa verið í boði. Við Íslendingar þurfum hins vegar þjóðarátak gegn skattsvikum. Ríkissjóður er galtómur og sveitarfélögin eru í vanda og því er óþolandi að vita að einstaklingar komist ítrekað upp með að greiða ekki það sem þeim ber til hins opinbera en heimta á sama tíma óaðfinnanlega þjónustu á öllum sviðum.

Getur einhver gert þetta mál að sínu? Eigum við ekki til öfluga einstaklinga með valdheimildir sem geta einhent sér í það verkefni að ráðast gegn skattsvikum af þunga? Í gegnum tíðina hefur verið mynduð þverpólitísk nefnd um minna!“

Hvers vegna er þetta svona? Því þegja allir? Hverra hagsmunir eru undir?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: