- Advertisement -

Prestar sem vilja ganga úr Þjóðkirkjunni

Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Mogganum, hefur tekið og skrifað einstakt viðtal við Óskar Inga Ingason sóknarprest í Ólafsvík. Óskar Ingi er mjög gagnrýnin á yfirstjórn Þjóðkirkjunnar, það er biskupinn, Agnesi Sigurðardóttir. Presturinn segir mikla óánægju um allt land og að umræður séu í sumum söfnuðum hvort þeir geti kvatt Þjóðkirkjuna og orðið fríkirkjur.

Hér er stutt brot úr þessu merka viðtali.

Hann bendir einnig á að mæting á síðustu prestastefnu hafi verið óvenju dræm sem kallaði á bréf frá biskupi, þar sem prestum var bent á að þeim bæri skylda til að mæta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

 – Hvernig stóð á þessu?

„Ætli helsta skýringin sé ekki áhugaleysi og uppgjöf. Menn vita að engu tauti verður við kirkjustjórnina komið. Sjálfur hef ég hitt presta sem segja að þeir treysti sér ekki til að ræða kirkjustjórnina vegna heilsu sinnar. Þannig að þetta ástand er farið að hafa bein áhrif á heilsu presta; þeir eru komnir með kulnunareinkenni og fleiri kvilla. Sumir segjast bíða jafnvel eftir að komast á aldur til þess að geta sagt sig úr þjóðkirkjunni, telja dagana. Það er ekki vegna þess að þeir unna ekki söfnuðum sínum, heldur út af kirkjustjórninni. Eins og ég sé það þá er þetta að brjóta kirkjuna niður að innan – og það hrynur hratt af henni.“

Viðtalið er að finna í Sunnudagsmogganum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: