- Advertisement -

Hátt er undir rassi Birgis þingforseta

Nú skýrist óðum hversu mörgum gögnum Birgir Árnannsson þingforseti situr á. Allt til þjónkunar við Bjarna Benediktsson. Bjarni hefur í sínu ráðuneyuti konu, sem samkvæmt nýjustu fréttum, situr ein í stjórn Lindarhvols. Sú mun hafa neitunarvald yfir allt og öllu.

Fréttablaðið fjallar vel um þetta furðulega mál þeirra félaga, Bjarna og Birgis. Þar segir til dæmis:

„Flóki Ásgeirsson, lögmaður hjá Magna lögmönnum og sérfræðingur í stjórnsýslurétti, komst að þeirri niðurstöðu í lögfræðiáliti sem hann vann árið 2021 fyrir forsætisnefnd Alþingis að nefndinni væri ekki bara heimilt að afhenda fjölmiðlum greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols heldur bæri nefndinni beinlínis skylda til að gera það.“

Þetta var ógott fyrir þá Valhallarvini, Bjarna og Birgi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Birgir hefur sagt mótmæli stjórnar Lindarhvols og Ríkisendurskoðunar ráða mestu um að hann vilji ekki afhenda greinargerðina.“

„Þá hefur Fréttablaðið undir höndum annað lögfræðiálit frá Lögfræðistofu Reykjavíkur, sem kemst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt þingsköpum sé forsætisnefnd fjölskipuð, líkt og aðrar nefndir þingsins, sem þýðir að vilji meirihluta nefndarinnar ræður niðurstöðu mála en ekki forseti þingsins einn, eins og verið hefur túlkun Birgis Ármannssonar. Samkvæmt því hefur Birgir setið á greinargerðinni í trássi við þingsköp og skýrt lögfræðiálit Flóka Ásgeirssonar um að skylt sé að birta hana.“

Þrátt fyrir þetta allt situr Birgir enn á hinu eftirsótta gagni, skýrslu Sigurðar Þórðarsonar.

„Birgir hefur sagt mótmæli stjórnar Lindarhvols og Ríkisendurskoðunar ráða mestu um að hann vilji ekki afhenda greinargerðina,“ segir í frétt Fréttablaðsins.

„Forsætisnefnd reyndi ítrekað að fá afstöðu stjórnar Lindarhvols (stjórn Lindarhvols er raunar ein manneskja, Esther Finnbogadóttir, starfsmaður fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar) til þess hvort einhverjar upplýsingar í greinargerðinni skyldu fara leynt.

Esther hefur engin svör sent heldur jafnan mótmælt því að greinargerðin yrði birt. Hún hefur í engu sinnt óskum forsætisnefndar um að veita upplýsingar um atriði í greinargerðinni sem skyldu fara leynt.

Að lokum gafst forsætisnefnd upp á að reyna að fá slíkar upplýsingar hjá Esther og fól Flóka Ásgeirssyni að leggja mat á hvort og þá að hvaða marki væri að finna viðkvæmar upplýsingar í greinargerðinni sem leynt skyldu fara.“

Og svo þetta:

„Í ágúst 2021 skilaði Flóki minnisblaði til forsætisnefndar þar sem fram kemur afgerandi niðurstaða um að engar viðkvæmar upplýsingar sé að finna í greinargerðinni. „…er það niðurstaða undirritaðs að skylt sé samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 91. gr. laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis, að veita almenningi aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda án takmarkana.“

Álit Flóka varð opinbert eftir að úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðaði um að það skyldi birt síðastliðinn miðvikudag.

Á fundi forsætisnefndar 4. apríl 2022 var minnisblað Flóka lagt fram og formleg ákvörðun tekin, að tillögu Birgis Ármannssonar þingforseta, um að veita aðgang að greinargerðinni án takmarkana.

Álit Flóka varð opinbert eftir að úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðaði um að það skyldi birt síðastliðinn miðvikudag.

Allir í forsætisnefnd ítrekuðu vilja sinn til að birta greinargerðina á fundi forsætisnefndar, mánudaginn 6. mars, og ljóst er að Birgir Ármannsson er einangraður í málinu í nefndinni. Fréttablaðið sendi forsætisnefnd í gær lögfræðiálit Lögfræðistofu Reykjavíkur um að forseti þingsins skuli framfylgja ákvörðunum meirihluta nefndarinnar, annað sé brot á þingsköpum, auk þess sem ítrekuð var beiðni um að fá greinargerð Sigurðar Þórðarsonar afhenta með vísun í bæði þessi lögfræðiálit.“

Í umræðum um störf forseta á Alþingi í gær gagnrýndu þingmenn Birgi Ármannsson harðlega fyrir að halda greinargerðinni leyndri fyrir þingi og þjóð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: