- Advertisement -

BB: Það getur verið verulega erfitt ef ekki tekst að velta þessu út í verðlagið

„Ímyndið ykkur einhvern sem er í innflutningi og er að takast í sífellu á við veikari krónu, það getur verið verulega erfitt fyrir þessa aðila ef þeim tekst ekki að velta þessu út í verðlagið og viðhalda þannig sinni álagningu, þannig þetta er vandasamt mál að leysa úr og vinnumarkaðurinn hlýtur að þurfa að setjast yfir það hvernig best úr þessu spilast.“

Þetta eru óbreytt orð fjármálaráðherra Íslands. Hann var gestur á Útvarpi Sögu í gær. Endursögn af viðtalinu má finna á heimasíðu útvarpsins.

Bjarni sagði að forsendur fyrir launahækkunum séu brostnar, þar sem forsendur launahækkana byggðust á því að hér á landi myndi vera stöðugleiki og hagvöxtur næstu árin.

Sagði Bjarni að það væri ástæða til fullrar bjartsýni um að hagvöxtur væri vaxandi aftur á komandi misserum þótt erfiðleikar væru miklir um þessar mundir. Miðað við efnahagsástandið núna og fjárhagsstöðu fyrirtækja þá væru brostnar forsendur til frekari launahækkana, þótt lífskjarasamningurinn gerði ráð fyrir því:

„Það er alveg augljóst að þær efnahagsforsendurnar sem menn gáfu sér fyrir þessum löngu samningum eru ekki lengur til staðar það hljóta auðvitað allir að sjá það,“ segir Bjarni.

Hann segir að það þurfi að fara vel yfir hvernig bregðast eigi við þessum breyttu aðstæðum.

„Þetta er auðvitað bara spurning um hvaða viðbragð er rétta viðbragðið en það kannski gengur ekki alveg eitt yfir alla, sumir hafa notið góðs af gengisbreytingunni en svo eru það hinir sem ekki hafa notið hennar.“

Hér er hægt að hlusta á viðtalið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: