- Advertisement -

Ekki við neinn ann­an að sak­ast en ríkið sjálft

Að fara fram með hót­un­um um laga­breyt­ing­ar ef líf­eyr­is­sjóðir víki ekki frá stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um sinna sjóðfé­laga og ætla þannig að breyta leik­regl­un­um eft­ir á er með öllu óviðun­andi og set­ur hættu­legt for­dæmi sem rétti­lega ber að var­ast.

Hjör­leif­ur Arn­ar Waag­fjörð er for­stöðumaður eign­a­stýr­ing­ar fag­fjár­festa, Ari­on banka. Arn­ald­ur Lofts­son er fram­kvæmda­stjóri Frjálsa líf­eyr­is­sjóðsins. Snæ­dís Ögn Flosa­dótt­ir er fram­kvæmda­stjóri EFÍA og LSBÍ og rekstr­ar­stjóri Líf­eyris­auka skrifa grein í Mogga dagsins. Hér verður gripið niðri í greininni.

„Eitt af hlut­verk­um líf­eyr­is­sjóða sam­kvæmt lög­um er að standa skil á verðtryggðum líf­eyr­is­greiðslum sjóðfé­laga til framtíðar. Skulda­bréf líkt og þau sem út­gef­in eru af ÍL-sjóði, sem áður hét Íbúðalána­sjóður, hafa eðlis­læga kosti sem falla vel að því hlut­verki. Þau eru verðtryggð, ekki er heim­ilt að greiða bréf­in hraðar upp en samn­ings­bundn­ir gjald­dag­ar segja til um og þau eru með lang­an end­ur­greiðslu­fer­il sem fell­ur vel að skuld­bind­ing­um líf­eyr­is­sjóða. Þá veg­ur ekki síður þungt að hingað til hafa fjár­fest­ar getað treyst því að ís­lenska ríkið standi við sín­ar skuld­bind­ing­ar sama á hverju hef­ur gengið síðustu árin,“ segir í upphafi greinarinnar.

Lokakafli greinarinnar er svona:

Þú gætir haft áhuga á þessum

…eru les­end­ur hvatt­ir til að kynna sér þau skrif ásamt öðrum um­sögn­um.

„Því skal haldið til haga að frá því í októ­ber 2022 hafa full­trú­ar líf­eyr­is­sjóðanna sann­ar­lega átt sam­töl við full­trúa rík­is­ins. Frá upp­hafi hef­ur það verið og er ófrá­víkj­an­leg krafa líf­eyr­is­sjóðanna, í sam­ræmi við lög­bundn­ar skyld­ur, að í öll­um til­vik­um komi til fullra efnda skv. skil­mál­um skulda­bréf­anna af hálfu ís­lenska rík­is­ins. Full­trú­ar ráðuneyt­is hafa ekki komið til móts við þess­ar kröf­ur og af þeim sök­um hef­ur ekki verið tal­inn grund­völl­ur fyr­ir samn­ingaviðræðum af hálfu líf­eyr­is­sjóðanna.

Í sam­ráðsgátt stjórn­valda í lok mars síðastliðins var birt áforma­skjal fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is um laga­setn­ingu um slit og upp­gjör ÍL-sjóðs. Slíkt skjal er und­an­fari frum­varps til laga. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafa í sam­ein­ingu falið LOGOS lög­mannsþjón­ustu að koma á fram­færi um­sögn við áform ráðherra og eru les­end­ur hvatt­ir til að kynna sér þau skrif ásamt öðrum um­sögn­um.

Það dylst ekki nokkr­um manni sem skoðað hef­ur viðfangs­efnið að staða ÍL-sjóðs er þung­bær. Í þeim efn­um er hins veg­ar ekki við neinn ann­an að sak­ast en ríkið sjálft. Að fara fram með hót­un­um um laga­breyt­ing­ar ef líf­eyr­is­sjóðir víki ekki frá stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um sinna sjóðfé­laga og ætla þannig að breyta leik­regl­un­um eft­ir á er með öllu óviðun­andi og set­ur hættu­legt for­dæmi sem rétti­lega ber að var­ast. Tap­inu verður ekki velt frá rík­inu yfir á sjóðfé­laga líf­eyr­is­sjóða.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: