- Advertisement -

Frænkan les yfir Bjarna Ben

„Hlutverk stjórnmálanna er að móta stefnu sem hefur áhrif á feril opinberra fjármála. Stefnuna þarf að rökstyðja ítarlega og forgangsröðun þarf að vera skýr. Viðbrögð eru hins vegar vandfundin í nýrri stefnu eða fjárlögum stjórnvalda. Í ljósi sögunnar má telja áætlanir um kröftugan hagvöxt og hóflegan útgjaldavöxt bjartsýnar,“ þannig skrifar Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og frænka Bjarna fjármálaráðherra.

„Ný fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar frestar enn frekar að tekið sé á ójafnvæginu sem myndast hefur í opinberum fjármálum og var reyndar þegar tekið að myndast áður en faraldurinn skall á. Ný fjárlög og stefna bera með sér að alfarið er treyst á aukinn kraft atvinnulífsins til að bæta stöðu ríkisfjármála á komandi árum,“ skrifar Anna Hrefna.

„Sagan sýnir að hagvexti er oftar en ekki ofspáð í opinberri áætlanagerð. Tregða er til að uppfæra áætlanir í takt við nýjan veruleika – ef hann er verri en gert var ráð fyrir. Niðurstaða umfram væntingar leiðir hins vegar gjarnan til aukinna útgjalda í stað ráðdeildar. Afleiðingin er ítrekaður hallarekstur og skuldasöfnun, þekkt vandamál í opinberum fjármálum víða um heim,“ skrifar hún.

Endum á þessu: „Vandi ríkisrekstrar er sá að hann er jafnan í járnum þó enginn heimsfaraldur ríki, né efnahagsleg áföll af öðru tagi. Stærsti vandinn felst í því hversu erfitt reynist að hemja úgjaldavöxt hins opinbera við eðlilegar kringumstæður.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: