- Advertisement -

Ein „leiðrétting“ tekin af fólkinu

- ef ekki er tekið til fasteignaverðs og húsaleigu er verðhjöðnun á Íslandi.

Verðhjöðnun er á Íslandi, það er ef húsnæðisliðurinn er undanskilinn. Ársverðbólga mælist nú 1,9 prósent en án húsnæðisliðar

Vilhjálmur Birgisson:
„Með öðrum orðum þá er það einungis hækkun á húsnæðisverði og leiguverði sem knýr verðbólguna áfram.“

eru verðhjöðnun, mínus 1,8 prósent. Háir stýrivextir eru til að halda aftur af verðbólgunni, verðbólgu sem eru aðeins knúin áfram af húsnæðisverði og leiguverði.

Leiðrétting síðustu ríkisstjórnar var um áttatíu milljarðar. Á einu ári hafa, samkvæmt útreikningum Vilhjálms Birgissonar, verið færð ámóta upphæð frá skuldurum til þeirra sem eiga peningana.

„Þetta þýðir á mannamáli að verðtryggðar skuldir heimilanna hafa hækkað um 38 milljarða á síðustu 12 mánuðum en ef fjárskuldbindingar heimilanna myndu miða við neysluvísitölu án húsnæðisliðar þá hefðu skuldir heimilanna lækkað um 36 milljarða, en hér hafa verið hafðir af heimilnum 74 milljarðar! Með öðrum orðum þá er það einungis hækkun á húsnæðisverði og leiguverði sem knýr verðbólguna áfram en það er bullandi verðhjöðnun á öðrum liðum neysluvísitölunnar.“

Þannig skrifar Vilhjálmur.

Hann heldur áfram: „Til að almenningur átti sig á hvað þetta þýðir í raun og veru fyrir venjulegar fjölskyldur sem eru til dæmis með 30 milljóna króna húsnæðislán þá þýðir 1,9% hækkun neysluvísitölu hækkun á slíku láni um 570.000 kr. á ári. En ef húsnæðisliðurinn væri ekki inni í lögum um vexti og verðtryggingu þá hefði 30 milljóna króna lán lækkað um 540.000 kr. á einu ári. Þetta þýðir í raun og veru mismun sem nemur 1.110.000 kr.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: