- Advertisement -

Beiting fjármálaráðuneytisins á neitunarvaldi gegn ráðningu Þorvaldar

Gunnar Tómasson hagfræðingur skrifaði:

Yfirlýsing fjármálaráðuneytisins til fréttastofu RÚV

1. „Ákvörðun um ráðningu er tekin samhljóða, þ.e. að krafist er samsinnis allra fyrir ráðningunni. Ekkert slíkt samþykki lá fyrir þann 11. nóvember, en óformleg skoðanaskipti áttu sér stað meðal þeirra sérfræðinga sem að ákvörðuninni koma.″

2. Þorvaldi var tilkynnt ráðning með tölvupósti 1. nóvember 2019. Af því má ráða að í óformlegu skoðanaskiptunum hafi enginn ágreiningur verið um málið.

Brátt kom þó annað hljóð í skrokkinn hjá fulltrúa Íslands, sem áður hefur væntanlega „litið svo á að virða beri í hvívetna akademískt frelsi fræðimanna, [enda] alvanalegt að einstaklingar sem hafa tekið þátt í stjórnmálastarfi séu valdir til að taka þátt í alþjóðasamvinnu og það á vitanlega við um verkefni á borð við ritstjórn fræðilegs tímarits,″ eins og segir í yfirlýsingunni.

3. Beiting fjármálaráðuneytisins á neitunarvaldi gegn ráðningu Þorvaldar 11. nóvember er því vísbending þess að eftirfarandi fullyrðing sé uppspuni:

„Sjónarmið[in] sem um ræðir [voru] … ekki borin undir ráðherra né aðra á skrifstofu yfirstjórnar ráðuneytisins.”


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: