- Advertisement -

Ber enginn ábyrgð? Burt með spillinguna!

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar:

Hrikalegar fréttir en koma ekki á óvart. Nú ætti það að vera skýlaus krafa að reka alla lögfræðinga Landsvirkjunar strax og yfirstjórn fyrirtækisins. Vörusvik hafa þar verið stunduð um árabil hjá fyrirtækinu vegna græðgi og heimsku stjórnvalda og elítunnar sem þráir að ganga í Evrópusambandið.

„Heimildir Morgunblaðsins herma að samhliða tilraunum til að ná nýjum samningi undirbúi lögfræðingar Rio Tinto málaferli gegn Landsvirkjun sem ætlað er að losa fyrirtækið undan stórum hluta þeirrar kaupskyldu á rafmagni sem fyrirtækið er undir. Meðal þess sem þar er horft til séu meint vörusvik Landsvirkjunar.

Rio Tinto hafi keypt raforkuna á þeim forsendum að hún væri framleidd með vatnsafli en frá árinu 2014 hafa raforkureikningar frá Landsvirkjun sýnt að orkan sé framleidd með kjarnorku- og kolavinnslu. Skýrist það af sölu svokallaðra upprunavottana sem Landsvirkjun hefur haft milljarða tekjur af á síðustu árum…“

Stjórnvöld monta sig af því að íslenskur iðnaður byggi á hreinni orku (sem er að sjálfsögðu satt). En seljum svo upprunavottorð til að „græða“ nokkrar krónur í viðbót. Eins og EES/ESB reglurnar kveða á um þá kemur á reikningunum okkar til álfyrirtækjanna að við erum að brenna kolum og nota kjarnorku til að framleiða orkuna okkar (þótt það sé bull).

„Landsvirkjun var á sínum tíma stofnuð til þess að almenningur fengi þegar frá liði notið ódýrrar raforku. Álbræðslurnar áttu að greiða niður virkjanirnar. Landsvirkjun var ekki stofnuð til að braska með orkuna og eyðileggja hreina ímynd landsins. Ætti ekki einhver að axla ábyrgð af þessu framferði? Mér sýnist þetta jaðra við landráð eða hvað?“ Spyr Páll Torfi Önundarson á  Facebook.

Ber enginn ábyrgð? Burt með spillinguna!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: