- Advertisement -

Fjár­hags­legur skaði og heilsu­spill­andi af­leiðing­arn­ar eru gríðarleg­ar í sam­fé­lag­inu

“…eru raka­skemmd­irn­ar einnig vegna vanþekk­ing­ar og fúsks við bygg­ingu auk þess sem ís­lenski út­vegg­ur­inn stenst ekki ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerðar.“

Sigurður Sigurðsson byggingaverkfræðingur.

Byggingar: Sigurður Sigurðsson byggingarverkfræðingur skrifar eftirtektarverða grein í Moggann í dag. Hann rekur vandann í byggingum og hvers vont er að hafa ekki lengur Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Sem kunnugt er var hún færð í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Sem síðan var af óskiljanlegum ástæðu aflögð með öllu innihaldi. Þar á meðal byggingarannsóknum.

„Í fyr­ir­lestri um mögu­leg­ar leiðir til að minnka kostnað við að gera við raka­skemmd­ir í hús­um þar sem mygla hef­ur grafið um sig kom fram að fjöldi slíkra mála or­sak­ast af hreinu fúski, vanþekk­ingu eða hvoru tveggja,“ segir í grein Sigurðar.

„Oft er staðan þannig í baðher­bergj­um með raka­skemmd­um að baðher­berg­in eru byggð rangt frá upp­hafi þannig að eft­ir á er eng­in leið að gera við raka­skemmd­irn­ar nema rífa allt baðher­bergið upp og byrja aft­ur frá grunni. Aðferðin til að lækka kostnað vegna þess­ara vanda­mála er auðvitað að byggja hús­in rétt frá grunni. Þetta er staðan bæði í nýj­um og göml­um hús­um í dag og var þessi sér­staki og vandaði fyr­ir­lest­ur um þetta mál enda erum við stödd í yf­ir­stand­andi tjóni á fjölda húsa í bæn­um vegna rangra bygg­ing­araðferða. Fjár­hags­legi skaðinn og heilsu­spill­andi af­leiðing­arn­ar eru gríðarleg­ar í sam­fé­lag­inu. Nú hefði verið gott að eiga Rann­sókn­ar­stofn­un bygg­ing­ariðnaðar­ins til að taka á mál­inu,“ skrifaði Sigurður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…einnig vegna vanþekk­ing­ar og fúsks…

„Það er nokkuð ljóst að hús­næðis­kaup­end­um er ekki bent á þegar hús eru hald­in þess­um vand­ræðum. Að greiða um eða yfir 100 millj­ón­ir fyr­ir hús eða íbúð með ágalla raka­skemmda og vanda­mál vegna kulda­brúa er mikið ábyrgðarleysi. Fólk sit­ur ein­fald­lega uppi með svarta-pét­ur og get­ur ekk­ert gert til að fá bæt­ur. Ólík­legt er að dóm­stól­ar dæmi fólki í hag sem hef­ur álp­ast til að kaupa svona hús. Lög­in eru mjög hörð gagn­vart kaup­end­um hús­næðis hvað viðkemur galla­mál­um fast­eigna. Með Rann­sókn­ar­stofn­un bygg­ing­ariðnaðar­ins glataðist vett­vang­ur þar sem fólk gat komið og fengið ráðgjöf um svona vanda­mál og jafn­vel fengið mann á staðinn frá þeim ef ástæða var til. Nú er það allt horfið,“ segir í grein Sigurðar.

„Al­geng­ustu leka- og raka­vanda­mál­in í hús­um eru því vegna flatra þaka og þétt­inga meðfram glugg­um og hurðum út­veggja. Sam­kvæmt hinum nýju fyr­ir­lestr­um eru raka­skemmd­irn­ar einnig vegna vanþekk­ing­ar og fúsks við bygg­ingu auk þess sem ís­lenski út­vegg­ur­inn stenst ekki ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerðar.

Gott væri nú að hafa Rann­sókn­ar­stofn­un bygg­ing­ariðnaðar­ins til að taka á þessu máli með viðeig­andi ráðuneyti eða HMS og af­greiða þetta í eitt skipti fyr­ir öll. Setja þarf skýr­ari og harðari regl­ur með ra­f­rænu eft­ir­liti um hvernig byggja má hús á Íslandi þannig að þau leki ekki, séu ekki með raka­skemmd­ir og myglu og að fúsk og vanþekk­ing séu ekki lát­in grass­era í bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um.

Reglu­verkið er fyr­ir hendi þar sem eru ákvæði um svipt­ingu rétt­inda, verkstöðvun eða fang­elsi þeirra sem brjóta þess­ar regl­ur. Það þarf bara að gera regl­urn­ar skil­virk­ari og fram­kvæma viður­lög á staðnum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: