- Advertisement -

Biden mun tryggja að auðugasta fólkið auðgist enn frekar í kreppu sem í góðæri

Gunnar Smári skrifar:


Nú þegar Biden hefur náð kjöri mun hann, eins og aðrir stjórnmálamenn, snúa sér frá kjósendum og að fólkinu í raunverulegu kjördæmi hans; Wall Street. Hann mun, eins og aðrir forsetar á undan honum, tryggja að auðugasta fólkið auðgist enn frekar í kreppu sem í góðæri. Hin svokallaða frjálslynda miðja, sem meira og minna lifir af brauðmolum af borðum hinna ríku, étur þá upp áður en þeir geta fallið niður til hinna fátækari og valdaminni, mun styðja þessa stefnu og segja við fátæka fólkið, sem verður enn fátækara og valdalausara, að það geti huggað sig við að Biden sé ekki alveg sami dóninn og Trump. Og þegar Biden sendir heri sína til að drepa almenning í útlöndum og styður ofbeldi lögreglunnar gegn fátæku fólki innanlands, mun hin frjálslynda miðja ekki mótmæla heldur réttlæta ofbeldið, þvi hún gerir ekki aðrar kröfur á valdið en að það sé geðþekkt og kunni að meta sig, hafi svipaðan smekk.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: