- Advertisement -

Gasa er í raun lítið annað herkví eða fangelsi

Kristinn Hrafnsson skrifaði:

Árás Hamas frá Gasa í dag boðar ekkert nema skelfingu og nóttin og dagarnir framundan verða erfiðir. Samkvæmt fréttum drápu Palestínumenn 250 Ísraela í upphaflegu árásinni en í viðbragði hersins hafa álíka margir Palestínumenn fallið.

Tímasetning þessara aðgerðar Hamas hefur vakið upp spurningar. Ýmsir líta til vaxandi spennu sem verið hefur á Vesturbakkanum og Gasa. Það sem af er þessu ári hafa yfir 200 Palestínumenn verið drepnir og 30 Ísraelsmenn. Ofbeldið hefur ekki verið meira í langan tíma.

Aðrir nefna að þessi aðgerð núna sé andsvar við batnandi sambúð Ísarels og Sádí-Arabíu þar sem síðarnefnda ríkið kynni að viðurkenna Ísrael og auka samstarf ríkjanna – og mögulega láta af stuðningi við Palestínumenn. Útspil Hamas hafi verið ætlað að skaða þennan nýja vinskap.

Nú er óttast að gagnaðgerð Ísraela valdi hroðalegu mannfalli óbreyttra borgara og ekki ólíklegt að herinn geri jafnvel fulla innrás í Gasa en það hafa stjórnmálaleiðtogar í Ísrael til þessa látið ógert.

Gasa er í raun lítið annað herkví eða fangelsi undir berum himni (David Cameron fyrrverandi forsætisráðherra Íhaldsmanna í Bretlandi kallaði Gasa einfaldlega fangabúðir). Þetta er ekki stórt svæði, rétt um 365 ferkílómetrar eða jafn stórt og guli ferningurinn sem dreginn er upp á Reykjanesskaga. Þetta er eitt þéttbýlasta svæði á jörðinni og búa þar 2,2 milljónir manna.

Alger hernaðarárás á þetta svæði getur leitt til hrikalegar slátrunar. Miðað við yfirburðastöðu Ísraels yrði það eins og að skjóta ketti í tunnu. Þið afsakið ógeðfellda samlíkingu en mér finnst útlitið það dökkt að ekki er komist hjá því að tala hreint út.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: