- Advertisement -

Enn hallar á Trump

Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður skrifaði:

Staðan í forsetaslagnum í Bandaríkjunum er nú (mitt mat) 324 kjörmenn fyrir Biden gegn 214 kjörmönnum Trumps, en 270 þarf til að vinna. The Economist áætlar stöðuna 346:192, svo ekki er ég yfirmáta pósitífur. Í báðum tilfellum er Biden búinn að vinna áður en kemur að svokölluðum sveiflu-fylkjum. Ég er búinn að fylgjast grannt með könnunum og öðrum vísbendingum nú um skeið og þessi staða hefur verið nokkuð stöðug, en þó hefur heldur hallað á Trump. Þessu verður enda varla haggað fram til nóvembers, en þó helst ef Biden klúðrar einhverju stórkostlega eða að mótefni komi fram gegn covid sem Trump tekst að tileinka sér heiðurinn af. Að líkindum þýðir ekki fyrir hann að efna til stríðs og alls ekki einhvern stóran slag við Kína. Ef Biden velur sér dúndur varaforsetaefni þá ætti þetta að vera komið hjá honum. Sem betur fer fyrir alla heimsbyggðina!

Fréttin var birt á Facebooksíðu Friðriks Þórs.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: