- Advertisement -

Þrælahald er forsenda veiðanna

Umheimurinn Þrælar um borð í fiskveiðibátum vinna allt að tuttugu klukkustundir á sólarhring en fá engin laun. Sumir fá aðeins einn disk af hrísgrjónum að borða á dag. Dæmi eru til staðar að þrælar stíga ekki á land í allt að tvö ár. Sumir eru seldir á milli báta svo árum skiptir. Mörgum er misþyrmt og eru þeir margir hverjir píndir til dauða. Þekkt er að þrælarnir taki sitt eigið líf frekar en að lifa við þessar aðstæður. Þeir sem hafa lifað af hafa flestir horft upp á ofbeldið um borð og orðið vitni af morðum. 

Þetta er meðal þess sem breska stórblaðið The Guardian hefur birt eftir rannsóknarvinnu á kjörum og aðbúnaði asískum fiskveiðibátum við Tæland. Veiðiskipin sækja á rækju, sem er seld til vesturlanda.

Blaðið hefur staðfestar heimildir um þrælahaldið. Þorsteinn Kári Jónsson, ráðgjafi í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja hjá Alta, segir umfjöllunina sýna fram á mikilvægi aðhalds fjölmiðla og meðvitundar neytenda. Samkvæmt the Guardian myndi tælenskur rækjuiðnaður hrynja ef þrælahald yrði tekið út úr virðiskeðju iðnaðarins þar sem sá hlekkur heldur ferlinu gangandi. Fyrirtækið CP Foods eru einu stærstu matvælaframleiðendur í heimi og framleiðir fyrirtækið meðal annars fóður fyrir eldisrækju og kaupir því hráefni frá ofangreindum fiskveiðibátum fyrir sínar vörur. Að sögn framkvæmdastjóra CP Foods í Bretlandi, Bob Miller, er fyrirtækið jafnframt leiðandi birgjar fyrir matvöruverslanir á borð við Walmart, Iceland, Tesco og Morrisons með frosnar rækjur og tilbúna rétti „ready made-meals“. „Nánast allir söluaðilar í Bretlandi kaupa vörur frá CP Foods UK með einum eða öðrum hætti“, segir Bob Miller.

Þrælarnir píndir og myrtir

Þrælarnir um borð í ofangreindum fiskveiðibátum vinna allt að 20 klukkustundir á sólarhring og fá engin laun. Sumir fá aðeins einn disk af hrísgrjónum að borða á dag. Dæmi eru til staðar að þrælar stíga ekki á land í allt að tvö ár. Sumir eru seldir á milli báta svo árum skiptir. Mörgum er misþyrmt og eru þeir margir hverjir píndir til dauða. Þekkt er að þrælarnir taki sitt eigið líf frekar en að lifa við þessar aðstæður. Þeir sem hafa lifað af hafa flestir horft upp á ofbeldið um borð og orðið vitni af morðum.

CP Foods meðvitaðir um þrælahaldið

Samkvæmt tilkynningu frá CP Foods UK, sem var gefin út eftir að umfjöllun The Guardian var birt, hefur fyrirtækið viðurkennt að það hafi vitað af þrælahaldinu frá því í apríl 2013. Í tilkynningunni segir fyrirtækið að öll starfsemi þess sé í endurskoðun. Á meðan ferlið heldur áfram eins og lýst hefur verið mun neytandinn fá hagstæðara verð fyrir umræddar vörur CP Foods en á sama tíma heldur þrælahaldið áfram.

Samfélagsleg ábyrgð

Þorsteinn Kári segir, „Úttekt eins og þessi, á iðnaðinum í Tælandi sjokkerar alltaf og hefur ávallt áhrif. Fyrst og fremst þá fær þetta fólk til þess að hugsa sig tvisvar um, þar sem staðreyndir eins og þessar opna augu neytenda“. Þorsteinn vill meina að þegar svona afhjúpun á sér stað er gott að hún komi frá óháðum aðilum líkt og fjölmiðlum. Með þessari leið er líklegra að bæði framleiðendur og neytendur taki við sér sem leiðir af sér breytta löggjöf í viðkomandi iðnaði.

Íslenskur sjávarútvegur til fyrirmyndar

Þorsteinn segir Íslendinga vera til fyrirmyndar þegar kemur að mannréttindum og á það einnig við í íslenskum sjávarútvegi. Hann segir Íslendinga geta verið stolta af sínum gæðakerfum og hvernig þeir starfa í sjávarútveginum. Aðstæður eins og í Tælandi eru ekki til staðar hérlendis. Til að hægt sé að lagfæra ástandið þar segir Þorsteinn, „Eina raunverulega leiðin til að breyta þessu er að vinna í úrbótum innan kerfisins“. Í því samhengi segir hann, „Þegar viðlíka staðreyndir koma fram á sjónarsviðið er mikilvægt að fyrirtæki taki starfsemi sína út, sem og þá framleiðslu sem um er rætt. Í framhaldinu er þá hægt að vinna að umbótum í stað þess að hætta viðskiptum alfarið við viðkomandi framleiðanda. Það kostar kannski eitthvað í upphafi en margborgar sig þegar til lengri tíma er litið. Að lokum segir Þorsteinn, „Mikilvægt er að markaðurinn, neytendur og löggjöfin taki höndum saman til að breyta ástandi eins og er í Tælandi. Öðruvísi er það ekki hægt“.

Að mestu tekið af heimasíðu LÍÚ.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: