- Advertisement -

Borgin brýtur gegn eigin markmiðum

„Mörgum störfum hjá borginni hefur verið útvistað til einkafyrirtækja sem greiða í mörgum tilfellum minna til starfsfólks en þeirra sem sinna sama starfi beint fyrir borgina. Ekki verður annað séð en að borgin brjóti hér gegn eigin markmiðum um launajafnrétti, þar sem kveðið er á um að fólk fái jafn mikið greitt fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Aðgerðaáætlun sem ekki er unnið eftir grefur undan sjálfri sér, sem er bagalegt fyrir Reykjavíkurborg. Jafnframt grefur slíkt undan trausti borgarbúa,“ segir í bókun sósíalista í forsætinefnd Reykjavíkur.

„Ef þessari aðgerðaáætlun verður framfylgt er ljóst að hún er til bóta. Hins vegar minnir fulltrúi Sósíalista á að Reykjavíkurborg er ekki að starfa eftir ákvæði sem sett verður fram í henni. Það ákvæði hljóðar upp á að starfsfólk fái greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: