- Advertisement -

Minnihlutanum var ekki boðið á fund

„Flokki fólksins finnst allt of mikið púður, tími og fé hafa farið í sköpun á alls konar mælaborðum, viðburðadagatölum og kortum.“

Kolbrún Baldursdóttir.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, gerir athugasemd um að borgarfulltrúum minnihlutans hafi ekki verið boðið að sitja fund með „framáfólki“ í atvinnulífinu.

„Flokkur fólksins gerir athugasemdir við að oddvitum minnihluta var ekki boðið að taka þátt í atvinnulífsfundi sem haldinn var með oddvitum meirihlutans og framáfólki í atvinnulífinu. Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á að forgangsraða verkefnum. Þegar horft er til aðgerðaáætlunar atvinnu- og nýsköpunarstefnu sveitarfélagsins Reykjavíkur þarf að leggja áherslu á skilvirkni og að koma sem fyrst á fót nýsköpunarlausnum sem raunverulega létta á þjónustu og auka aðgengi borgarbúa að borgarkerfinu,“ segir í bókun Kolbrúnar í forsætisnefnd.

„Taka þarf mið af stöðu borgarsjóðs á hverjum tíma og láta á einkageiranum alfarið eftir þá tilraunastarfsemi og vöruþróun sem fyrirbærið nýsköpun í rauninni er. Allar áætlanir Reykjavíkurborgar varðandi atvinnuuppbyggingu og umbætur almennt verða þess vegna að vera með markvissri árangurstengingu frekar en ákveðinni áhættusækni og þeirri óvissu sem henni fylgir. Flokki fólksins finnst allt of mikið púður, tími og fé hafa farið í sköpun á alls konar mælaborðum, viðburðadagatölum og kortum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: