- Advertisement -

Einar og Dagur loka á Sjálfstæðisflokkinn

„Rekstur Reykjavíkurborgar hefur verið ósjálfbær um langt skeið og borgin hlaðið upp skuldum í áður óþekktum mæli.“

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins.

Stjórnmál „Áhættunefnd Reykjavíkurborgar mun hafa mikilvægu hlutverki að gegna, ekki síst við núverandi aðstæður í fjármálum, sem eru erfiðar og fara versnandi. Rekstur Reykjavíkurborgar hefur verið ósjálfbær um langt skeið og borgin hlaðið upp skuldum í áður óþekktum mæli. Aðstæður kalla því á að aukin áhersla sé lögð á að greina og rýna fjármál borgarinnar með heildstæðum hætti, ekki síst þá áhættu sem felst í langvarandi hallarekstri, skuldasöfnun og versnandi lánskjörum. Verkefni áhættunefndar verða því ærin,“ segir í bókun borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

Bókun meirihlutans er svona:

„Lagt er til að áhættunefnd Reykjavíkurborgar verði skipuð í samræmi við hjálagt erindisbréf. Gert er ráð fyrir að nefndin verði skipuð borgarstjóra, formanni borgarráðs, borgarritara og sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs. Starfsmaður nefndarinnar verði áhættustjóri sem fer fyrir áhættustýringu A-hluta Reykjavíkurborgar og ber ábyrgð á innleiðingu áhættustefnu og framkvæmd áhættustýringar þvert á svið og skrifstofur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sem fyrr segir vildu sjálfstæðismenn fá að vera með í áhættunefndinni:

„Þýðingarmikil gögn verða lögð fram á fundum hennar og þar gefast kjörnum fulltrúum dýrmæt tækifæri til fræðslu, kynningar og umfjöllunar. Hafa ber í huga að Borgarstjórn Reykjavíkur er fjölskipað stjórnvald og því er eðlilegt að þegar undirnefndir eru skipaðar á hennar vegum sé þess gætt að þar séu fulltrúar frá meiri- og minnihluta. Á þetta einkum við um nefndir með mikilvægt eftirlitshlutverk þar sem viðamikil gögn í þýðingarmiklum málum verða lögð fram. Það skýtur því skökku við að borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að tveir fulltrúar meirihluta séu í áhættunefnd en enginn fulltrúi minnihluta. Slík afstaða brýtur gegn leikreglum um lýðræði og eðlilegan aðgang kjörinna fulltrúa að upplýsingum. Sú ákvörðun, að skipa aðeins fulltrúa meirihluta í áhættunefnd, er hluti af viðleitni meirihlutans að takmarka upplýsingagjöf um fjármál borgarinnar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: