- Advertisement -

Félagsbústaðir hækka leigu hjá fátækum

„Já, það er verið að fara í breytingar á leiguverðslíkaninu og það á að taka gildi núna 1. janúar 2024. Það er verið að jafna leiguverð á milli íbúða óháð staðsetningu og fleiri þáttum,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir um komandi hækkun hjá Félagsbústöðum.

„Ég skil vel að það sé eðlilegt að sama verð sé fyrir svipaðar íbúðir óháð staðsetningu og fleiri þáttum en það gengur ekki að hækka leiguverð á leigjendur sem eiga nú þegar erfitt með að greiða leiguna, þar sem fátækar manneskjur eru að leigja hjá Félagsbústöðum, það verður að fara aðrar leiðir, t.a.m. að lækka leiguna hjá leigjendum þannig að enginn greiði meira en 25% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu,“ sagði Sanna.

„Alls munu 1.538 þurfa að greiða hærra leiguverð, þar af 145 leigjendur 12 þúsund krónur eða meira. Þá er einnig dæmi um hækkun upp á 34 þúsund krónur. Leigjendur sjá ekki fram á að geta greitt hærri leigu og upplifa mikið óöryggi. Við lögðum til að þetta yrði endurskoðað en það var ekki samþykkt.“

Hér má lesa samþykktina:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: