- Advertisement -

Bretland: Líf sjúklinga í hættu

- Árni Gunnarsson, fyrrverandi fréttamaður og alþingismaður, skrifar um alvarleika þess þegar vantar bæði lækna og hjúkruanrfræðinga til starfa.

Það eru víðar vandamál í heilbrigðiskerfum en hér á landi. Í Bretlandi fullyrða læknar, að aumt ástand þar stofni lífi sjúklinga í hættu. The Guardian birti grein um alvarleg ástand á flestum sjúkrahúsum landsins. Meginástæðan er skortur á læknum og hjúkrunarfræðingum. Forráðamenn sjúkrahús hafa boðið læknum allt að 95 sterlingspund á tímann, 13.300 ísl. krónur, ef þeir taka að sér vaktir, sem eru illa eða lítt mannaðar. Nú um páskana reyndist mjög erfitt að fullmanna vaktir á fjölda sjúkrahús.

Forseti félags lækna, sem starfa á bráðadeildum, segir, að mjög algengt sé, að ekki takist að manna vaktir. Staðan sé nánast óviðráðanleg og valdi miklu álagi á starfsliðið. Forstöðumenn sjúkrahúsa fullyrða, að þetta ástand stefni lífi sjúklinga í hættu. Stjórnvöld hafa gert ýmsar ráðstafanir til að fjölga læknum og hjúkrunarfræðingum og reynt að greiða fyrir menntun þeirra með nýju fjármagni. Ástandið á íslenskum sjúkrahúsum er líklega lítið skárra og því nauðsynlegt, að stjórnvöld grípi til ráðstafana, sem örva einstaklinga til náms í læknisfræði og hjúkrun.

Árni Gunnarsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: