- Advertisement -

Bullið um mannréttindaparadísina Ísland

Muhammed litli.
Mynd: Heiða Helgudóttir.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skrifar hreint ágæta  og tímabæra færslu á Facebook. Þar sýnir hann raunveruleikann í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn er afturhald og nær haldi á öðrum flokkum og hans vilji verður einatt ofan á. Skoðum skrif Loga:

„Í aðdraganda kosninganna 2017 myndaðist samstaða allra flokka sem þá sátu á þingi, nema Sjálfstæðisflokks, um að endurskoða útlendingalögin í þágu barna og fólks í viðkvæmri stöðu – og hefja þá vinnu strax eftir kosningar. Nú 26 mánuðum seinna hefur ekkert gerst annað en að þrír dómsmálaráðherrar hafa látið glitta í frumvarp sem veikir stöðu þessa blessaða fólks. Staða Muhammeds litla er enn ein áminning um ómannúðlegt kerfi sem við rekum á sama tíma og ráðherrar flengjast um heiminn og gera sig breiða með stórum yfirlýsingum um mannréttindaparadísina Ísland. Þau orð eru orð eru þó fullkomlega ómarktæk á meðan við breytum ekki þessari harðneskjulegu stefnu. Raunar er kveðið á um mannúð í lögunum og ekkert sem hindrar það að þessi pakistanska fjölskylda fái að búa hér við öryggi. Ég vona að forsætisráðherra beiti sér í þessu máli og knýi fram þær breytingar sem hún og flestir aðrir formenn sammæltust um að væru nauðsynlegar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: