- Advertisement -

Davíð Oddsson: „Land­her Ísra­els loks fikrað sig inn á Gasa­svæðið“

„…til síðasta dropa vatns eða blóðs.“

Davíð Oddsson.

Meðan flest okkar fyllast hryllingi vegna átakanna í Palestínu eru aðrir sem stökkva nánast hæð sína í loft upp af fögnuði yfir hernaði Ísraelsher á Gaza. Við sjáum ömurlegheitin alla daga. Börn í þúsundatali hafa látist. Ekki hafa þau verðskuldað þessi ömurlegu ævilok. Meðal okkar er fólk sem fagnar stríðinu og afleiðingum þess.

„Nú hef­ur land­her Ísra­els loks fikrað sig inn á Gasa­svæðið í tveim­ur lot­um og er því sú aðgerð haf­in sem hafði verið boðuð strax eft­ir inn­rás­ina í Ísra­el 7. októ­ber. Virðist aug­ljóst að her Ísra­els ætl­ar sér að fara hægt í sak­irn­ar enda ít­rek­ar hann að aðgerðirn­ar muni taka tölu­vert lang­an tíma. Mark­miðið er að upp­ræta Ham­as, ekki að valda mann­tjóni og eyðilegg­ingu, þó óhjá­kvæmi­legt virðist að til þess komi í nokkr­um mæli ef berj­ast þarf um hvert hús líkt og Ham­as hót­ar,“ segir meðal annars  í leiðara Moggans í dag.

„Meðan á þeim aðgerðum stend­ur ætti þó að vera aðgengi­legt að flytja vist­ir yfir landa­mæri Egypta­lands í aukn­um mæli. Slík­ir flutn­ing­ar hafa auk­ist nokkuð upp á síðkastið, en eru þó fjarri því að duga. Þar er aðal­hætt­an sú að Ham­as reyni að sölsa það allt und­ir sig til þess að viðhalda ógn­ar­stjórn­inni til síðasta dropa vatns eða blóðs.“ –sme

Þú gætir haft áhuga á þessum


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: