- Advertisement -

„Ég bara spyr, er þetta löglegt?“

Verðtryggðar skuldir heimilanna hækkuðu um tæpa 10 milljarða á einum mánuði.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Neysluvísitalan hækkaði um 0,48% á milli mánaða sem þýðir að verðtryggðar skuldir heimilanna hækkuðu um tæpa 10 milljarða á einum mánuði.

En hugsið ykkur að Hagstofan er að nota vísitölu sem hefur áhrif verðtryggðarskuldir á fjárskuldbindingar heimilanna sem er ekki marktæk eins og kemur fram í þessari frétt en orðrétt segir:

„Suma þætti neysluverðsvísitölunnar var ekki hægt að mæla í apríl, einfaldlega vegna þess að þeir voru ekki í boði. Þetta á til dæmis við um klippingu, sjúkraþjálfun og tannlækningar. Þá var farin sú leið að láta mælingu síðasta mánaðar gilda um þá þjónustu.“

Ég spyr er þetta löglegt að nota vísitölu sem hefur áhrif á upp undir 2000 milljarða á verðtryggðumskuldum heimilanna sem er ekki marktæk því það þarf að nota mælingu frá síðasta mánuði fyrir þá þjónustu. Þetta á ekki við klippingu, sjúkraþjálfun og tannlækningar, heldur einnig á flug til og frá landinu. Ég bara spyr er þetta löglegt?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: