- Advertisement -

Ekki Costco að þakka

- Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróun að lægra vöruverði megi frekar rekja til netverslana en Costco.

Ragnar Þór með Gylfa forseta ASÍ:
„Fyrirtæki hafa orðið uppvís að grímulausu okri á neytendum.“

„Framleiðendur, heildsalar og smásalar standa frami fyrir miklum áskorunum sem áhugavert verður að fylgjast með. Þróun sem byrjaði ekki með komu Costco til Íslands heldur hefur staðið yfir síðatliðinn áratug eða svo,“ skrifar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í Moggann í dag.

Hann segir að í öðrum löndum hafa litlar sérverslanir átt undir högg að sækja vegna sama umhverfis og verslanir hér heima. „Neytandi fer í verslun og fær kynningu á vöru, skoðar stærð og liti og fær sérhæfða þjónustu og ráðgjöf um hvað skal kaupa. Viðskiptavinurinn þakkar fyrir sig og ætlar að hugsa málið en fer heim og pantar vöruna af netinu sem hann fær heim að dyrum fyrir lægra verð en hann annars hefði greitt í viðkomandi verslun.“

Grímulaust okur

Þú gætir haft áhuga á þessum

Formaður VR segir einnig: „Fyrirtæki hafa orðið uppvís að grímulausu okri á neytendum. En það á ekki við um þau öll. Samkeppnin hefur verið til staðar. Ekki bara á milli verslana hér heima heldur við erlenda netverslun sem ég gæti trúað að sé komin með vel yfir 15% af markaðshlutdeild í þeim geira sem ég starfaði við og hefur aukist jafnt og þétt.“

Ekki með tilkomu Costco

„Við kappkostuðum í öllum okkar innkaupaferlum og verðlagningu að bera okkur saman við smásöluverð á netinu. Þetta gerðist ekki með tilkomu Costco heldur er þetta þróun sem hefur átt sér stað yfir langan tíma bæði hér heima og erlendis. Við vissum þó að stærri markaðssvæði voru á mun betri innkaupsverðum en við vorum að fá frá okkar helstu birgjum,“ skrifar Ragnar Þór.

„Þetta hefur til dæmis gjörbreytt stöðu framleiðenda sem áttu undir högg að sækja en geta nú boðið mun betri verð með mun betri framlegð á mun stærri markaði netsins. Stóru fyrirtækin sem eru með rótgróin umboðs- og dreifingaraðilakerfi eru orðin eins og hálfgerðar risaeðlur á gjörbreyttum markaði og eiga erfitt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum,“ skrifar hann.

„Dæmi eru um að stórar verslunarkeðjur hafi dregið verulega úr opnun nýrra verslana eða hreinlega fækkað þeim. Smærri verslanir og smásölufyrirtæki erlendis hafa í stórum stíl hætt eða farið í þrot. Aukning hefur hinsvegar verið í minni verslun með vörur og hönnun sem ekki eru fáanlegar á stórmarkaði netsins eða eru fjöldaframleiddar.“

Og að lokun þetta: „Það er því ljóst að mikilla breytinga er að vænta á þessum markaði hér heima og erlendis.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: