- Advertisement -

Elín fékk algjört sjokk á Akureyri: „Er þetta í fyrsta sinn sem þú ferð í sjoppu?“

Meðlimir hins fjölmenna sparnaðarsamfélags á Facebook, Sparnaðartips!, rífast nú um verðlagningu Ak-inn á Akureyri. Sumum þeirra finnst eðlilegt að söluturninn leggi vel á hlutina á meðan aðrir furða sig á háum verðunum þar.

Málshefjandi er Elín nokkur sem ritar færslu í hópinn eftir að hafa verslar nýverið í söluturninum. Hún segir viðskiptin klárlega ekki hafa orðið henni til sparnaðar:

„Monster á 539 kr. Hann kostar undir 200 kr í bónus og svo 150 gr af nóakroppi á 715 kr….Ak inn á akureyri, ekki mjog sparnaðarvænt .“

Elín birti innkaupastrimilinn máli sínu til stuðnings. Hvað segja neytendur um þessa verðlagningu Akureyringa?
Þú gætir haft áhuga á þessum

Marsibil veit alveg hvernig hún hefði tekið á málinu. „Hefði aldrei borgað þetta,“ segir Marsibil ákveðin. Steinari finnst þetta hins vegar óþarfa röfl í Elínu. „Er þetta í fyrsta sinn sem þú ferð í sjoppu?“ spyr hann.

Berþóru þykir samanburðirinn ekki sanngjarn. „Margar minni sjoppur sem kaupa vörur í Bónus og selja í sjoppunum.Allt í lagi að gera verðsamanburð enn það þarf að vera sambærilegt,“ segir hún.

Hermanni finnst aftur á móti hið besta mál að bent sé á þennan mismun í verðlagninu. „Er ekki bara alltílagi að benda á 3-400% álagninu? Þetta virðist bara vera orðið samþykkt norm hjà sjoppum og minni verslunum,“ segir Hermann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: