- Advertisement -

En hvað verður Kristján Þór?

Gunnar Smári skrifar:

Ráðherra sem mælist með aðeins 9 prósent ánægju en 64 prósent óánægju getur ekki boðið sig fram. Það er ómöguleiki í lýðræðisríki, líka þeim sem hafa veikt lýðræði. Þetta er því engin frétt. Ef Kristján Þór var að fatta þetta núna þá er hann þá síðasti sem vissi að Kristján Þór myndi ekki bjóða sig fram.

Ef Kristján átti einhvern tímann pólitíska inneign þá brenndi hann hana upp með þjónustu sinni við Samherja. Meira að segja á hinu gerspillta Íslandi eru takmörk fyrir þjónkun stjórnmálafólks við auðvaldið. En það skapar auðvaldinu ekki mikinn vanda. Það er röð af stjórnmálafólki fyrir utan forstjórakontór Þorsteins Más í Samherja, fólki sem vill frama í stjórnmálum en hefur kannski ekki mikið fram að færa og veit að peningarnir hjá Samherja gætu hjálpað. Hið gerspillta samspil viðskipta og stjórnmála heldur áfram á Íslandi.

En hvað verður Kristján Þór? Annað hvort verður hann stjórnarformaður Samherja aftur eða Þorsteinn Már segir ríkisstjórninni að redda handa honum góðu starfi í útlöndum. Starf Árna Mathiesen hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm er t.d. laust. Kristján yrðu þá yfir þeirri deild sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur óskaði eftir að gerði úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: