- Advertisement -

Mafíuríki eru ógn við heimsbyggðina

Kristinn Hrafnsson:

Það er einnig óumdeild staðreynd að Bandaríska leyniþjónustan CIA undir stjórn Mike Pompeo dró upp áætlanir um það árið 2017 að ræna eða myrða Julian Assange á meðan hann var í hæli í sendiráði Ekvadors í London.

Erlend stjórnmál Ísrael er glæparíki. Búið er að gefa út handtökuskipun gegn forsætisráðherranum sem heldur áfram að hunsa fyrirskipanir um að stöðva fjöldamorðin. Eftir það síðasta á Gaza þar sem 45 voru drepnir, meirihlutinn konur og börn, ákvað forsætisráðherrann að segja þetta hafi verið sorglegt slys. „Þjóðarmorð af gáleysi“ verður skrautlegasta vörn mannkynssögunnar.

Nú fletta blaðamenn ofan af því að yfirmaður Mossad, leynþjónustu Ísraels hafi haft í beinum hótunum við dómara við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC). Þetta er mafíutaktík. Í þeim leik hafa Ísraelar lært af stuðningsríki sínu, Bandaríkjunum en þar í landi hefur sams konar taktík verði beitt til þess að þvinga alþjóðastofnanir til að breyta um stefnu.

Minnistætt er þegar John Bolton, þá háttsettur í utanríkisráðuneyti Bandaraíkjanna hafði í hótunum við Jose Bustani, yfirmann Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) í aðdraganda innrásarinnar í Írak.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ísrael og Bandaríkin eru bæði stjórnlaus ríki…

Bustani sagði síðar frá því í the Intercept (þegar Trump gerði Bolton að þjóðaröryggisráðgjafa) að hann hefði ruðst inn á skrifstofuna hans í Haag og skipað Bustani að segja af sér. Þegar þessi fyrsti forstöðumaður stofnunarinnar sagðist ekki taka við skipunum frá einu aðildarríki samningsins sem stofnunin byggir á segir hann að Bolton hafi hallað sér fram og hvæst á hann „Við vitum hvar synir þínir búa“. (synir þessa brasilíska diplómata voru við nám í háskóla í New York).

Það er einnig óumdeild staðreynd að Bandaríska leyniþjónustan CIA undir stjórn Mike Pompeo dró upp áætlanir um það árið 2017 að ræna eða myrða Julian Assange á meðan hann var í hæli í sendiráði Ekvadors í London. Slíkar fyrirætlanir voru ræddar á skrifstofu forseta Bandaríkjanna og fengu grænt ljós. Í kjölfarið fól Pompeo CIA að draga upp raunhæfar áætlanir um framkvæmd verksins þar sem engar „sviðsmyndir“ yrðu fyrirfram útilokaðir.

Ísrael og Bandaríkin eru bæði stjórnlaus ríki sem fara sínu fram með ofbeldi og semja sínar eigin leikreglur. Engin ríki komast nálægt þeim í niðurrifi alþjóðakerfisins sem af veikum mætti hefur verði byggt upp síðustu áratugi með það að markmiði að tryggja frið og réttlæti í heiminum.

Mafíuríki eru ógn við heimsbyggðina.

https://www.theguardian.com/world/article/2024/may/28/spying-hacking-intimidation-israel-war-icc-exposed?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR28ybwjFBypTagpi_uVbB_qSy_RgxFrbZISmeSvgY8A-2Ob88chXLJM6bU_aem_Afp3xGUNni6xvOoTYkYr0JvjY-NjbXhbedDSzZyTHzYjdft9OuZLee6304eUZJAusfuGxeBP9LUGzPnN5nZx-x5b

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: