- Advertisement -

„Ég treysti fólki betur en ríkinu“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttur ráðherra skrifaði:

Stjórnmál „Það skiptir máli að fólk hafi raunverulegt val óháð félagslegri stöðu og efnahag.

Á Íslandi ríkir samfélagsleg sátt um jafnt aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Menntun er öflugasta og skilvirkasta verkfærið í að tryggja öllum jöfn tækifæri.

Verkfærið nýtist þó illa ef við tryggjum ekki jafnræði milli rekstrarforma. Breytt fjármögnun háskóla er áfangi á langri leið sem er fyrir höndum til að auka gæði menntunar, samkeppni og auka fjölbreytileika sem aldrei næst með einsleitu ríkisreknu menntakerfi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Íslenskt atvinnulíf þarf fleira fólk með menntun og sérþekkingu á háskólastigi en við menntum talsvert færri í háskólum en löndin í kringum okkur og alltof fáa í raun- og tæknigreinum.

Ég treysti fólki betur en ríkinu til að velja fyrir sig. Það er því hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að úthluta fjármagni þannig að það stýri ekki vali fólks heldur tryggi ólíka og fjölbreytta valkosti.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: