- Advertisement -

Ráðherra treður á Alþingi – Hvað gerir forsetinn?

…þá leggur ráðherra fram nýfrjálshyggjumál um sölu og veðsetningu á fjörðum landsins um aldur og ævi.

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón Þórðarson varaþingmaður skrifar:

Stjórnmál Vg er í miklum vanda við að réttlæta ótímabundin afnotarétt af fjörðum landsins, sem flokkurinn vill að verði söluvara sem hægt verði selja í kauphöllinni til auðmanna.

Vörn matvælaráðherra er að verja ætlan sína um sölu á fjörðunum inn í skrumskældan orðavaðal þar sem bullukollast er um að frumvarpið snúist fyrst og fremst um; umhverfið, setja kodda undir náttúruvernd, vistkerfisnálgun og aukið eftirlit og vöktun.

…að ráðherra hafi gert jafn lítið úr hlutverki Alþingis…

Á blaðamannafundinum á Hilton var augljóst að Bjarkey var að kynna allt aðrar tillögur en hún lagði fram í frumvarpi á þingi og er nú til meðferðar á Alþingi. Það blasir við að með því að gera leyfin ótímabundin og framseljanleg þá er verið að slæva eftirlitið og aðhald að starfseminni.  Réttast væri fyrir ráðherra að draga frumvarpið til baka og breyta því þannig að umsagnaraðilar fái frumvarpið fullbúið til umsagnar en ekki einhverjar óljósar misvísandi fréttir af fyrirhuguðum breytingum.

Forseti þingsins Birgir Ármannsson hlýtur að mótmæla vinnubrögðum nýliðans í ríkisstjórninni þ.e. að boða til blaðamannafundar um breytingar á máli sem er nú á forræði þingsins – Ég man ekki í svipan eftir að ráðherra hafi gert jafn lítið úr hlutverki Alþingis með svo opinskáum hætti.

Fyrir mig sem mikils áhugamanns um fiskeldi þá er beinlínis ömurlegt að horfa upp á algert klúður Vg í málinu. Í stað þess að leggja fram vandað frumvarp um umgjörð atvinnugreinarinnar þá leggur ráðherra fram nýfrjálshyggjumál um sölu og veðsetningu á fjörðum landsins um aldur og ævi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: