- Advertisement -

Er Bjarni Íslandsmeistari í að bæta kjör eldri borgara?

Bjarni: „Kerfin eru flókin vegna þess að við höfum teygt okkur svo langt í viðleitni okkar til þess að skila peningunum þangað sem þeirra er helst þörf.

Er Bjarni Íslandsmeistari í að bæta kjör eldri borgara? Hver heldur því fram? Hann sjálfur. Sjá hér að neðan:

„Ég held að við höfum sjaldan séð jafn miklar breytingar á ellilífeyrishluta almannatrygginga og þær breytingar sem við höfum verið að vinna að frá því að ég tók sæti í ríkisstjórn,“ sagði hann í þingræðu 15. desember s.l.

Svo kom rökstuðningurinn:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég gæti nefnt allar breytingar á skerðingarhlutföllum og viðmiðum sem við hófumst handa við að innleiða hérna frá árinu 2014…“

„Ég gæti nefnt allar breytingar á skerðingarhlutföllum og viðmiðum sem við hófumst handa við að innleiða hérna frá árinu 2014 en að auki stóra kerfisbreytingu sem samþykkt var á þinginu 2016, þetta eru gríðarlega miklar breytingar. Það hefur minna verið breytt í örorkubótakerfnu vegna þess að þar hefur verið lögð svo mikil áhersla á samstöðu um niðurstöðuna og hún hefur ekki fengist. Við höfum hins vegar verið að bæta við. Á síðasta kjörtímabili settum við fjóra nýja milljarða inn í kerfið til að gera betur hér og hvar.“

Svo spurði Bjarni sjálfan sig: „Hvers vegna eru kerfin svona flókin? Þetta er ágætisspurning. Í mínum huga er svarið við þeirri spurningu mjög einfalt: Kerfin eru flókin vegna þess að við höfum teygt okkur svo langt í viðleitni okkar til þess að skila peningunum þangað sem þeirra er helst þörf. Ef við gerum minna af því að stýra peningunum svona þá fer hærra hlutfall af því sem er til skiptanna til þeirra sem eru í minni þörf.“

Ja, hérna hér. Ganga talsmenn eldri borgara alltof langt? Hafa þeir ekki áttað sig hvað Bjarni hefur gert frá því að hann settist í ríkisstjórn? Skömm er af, ef rétt er.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: