- Advertisement -

Fjöldamorð Pútíns í Mariupol

Hinn miskunarlausi Pútín.

„Rússar hafa dögum saman látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Mariupol í Donetsk héraði sunnanvert í Úkraínu. Í borginni bjuggu á fimmta hundrað þúsund fyrir innrásina en hún er tíunda stærsta borg landsins. Íbúarnir eru að stærstum hluta rússneskumælandi,“ þetta segir í frétt á ruv.is.

Hin viðbjóðslega árás Pútíns og hans liðs hefur kannski náð hámarki í Mariupol. Það er hreint agalegt að ekki sé hægt að létta af fólkinu þar þeim hörmungum sem það þarf að þola.

Aftur í fréttina á ruv.is: „Íbúðahverfi í Mariupol hafa verið jöfnuð við jörðu, verslanamiðstöðvar og sjúkrahús eyðilögð og tíðindi hafa borist af því að minnsta kosti ein fjöldagröf hafi verið tekin í borginni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sergei Orlov aðstoðarborgarstjóri segir borgina rafmagnslausa, þar sé ekkert vatn að hafa, upphitun engin auk þess sem heilbrigðiskerfi sé hrunið og hreinlætiskerfi sömuleiðis.

Íbúar borgarinnar hafa neyðst til að bræða drykkjarvatn úr snjó og höggva tré í eldivið en afar kalt er í Mariupol.“

Og umheimurinn horfa á og getur ekkert gert vegna ótta um að ófreskjan Pútín beiti enn verri brögðum en hingað til.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: