- Advertisement -

Heljarstökk Davíðs á lyklaborðinu – Kínaveiran, rúblur, Írak og Alþingi

Davíð Oddsson hefur verið í miklu stuði þegar hann skrifaði leiðara dagsins í dag.

„Hinn vest­ræni heim­ur hef­ur lofað hátt og op­in­ber­lega að fara í stór­brotn­ar efna­hagsþving­an­ir á sjálf­um sér vegna þess að álf­ar hafa knúið hann til að taka trú á mann­gert veður! Hvorki Rúss­land né Kína mun lyfta litla fingri í þá átt­ina næstu ára­tug­ina. En þau ríki munu hins veg­ar græða vel á uppá­tæk­inu. Rétt eins og Kína sendi veiruna frá Wuhan og sendi Vest­ur­landa­bú­um því næst grím­ur í tonna­tali fyr­ir doll­ara, þótt innst inni hafi fæst­ir haft nokkra trú á því að grím­urn­ar virki!“

Þetta er svo sem ekki allt.

„Hvorki Kína, önn­ur Asíu­ríki, Afr­íka eða Suður-Am­er­íka koma ná­lægt því að þrengja að Rúss­um vegna Úkraínu. Vest­ur­veld­in munu halda áfram að halda Rúss­um uppi viðskipta­lega hvað sem öllu tali um efna­hagsþving­an­ir líður. Ísland hef­ur hins veg­ar til­kynnt að rúss­nesk­ir ferðamenn fái ekki að koma til Íslands til að eyða hér pen­ing­um. Það hljóm­ar frem­ur sem efna­hagsþving­an­ir á ís­lenska ferðaþjón­ustu held­ur en á Rússa. Þeir eru gam­an­sam­ir í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu ein­mitt þegar ferðaiðnaður­inn kast­ar mæðunni eft­ir veiruna. Voru þess­ar „efna­hagsþving­an­ir“ rædd­ar á þingi. Eða er það enn að telja at­kvæði í Borg­ar­nesi?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Örugglega er hægt að svara spurningu Moggaritstjórans neitandi. Nú, sem og á tíma Davíðs, er ekki haft mikið samband við þingið þegar eitt og annað er ákveðið. Til dæmis þegar Davíð og Halldór heitinn Ásgrímsson ákváðu tveir að Ísland tæki þátt í árásunum á Írak.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: