- Advertisement -

Karlagrobbarinn mikli, Sigurður Ingi

Sigurjón Magnús Egilsson:

Ráðherrar Íslands hafa komið í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið að semja um eigin kjör. Félagsdómi hefur verið gert að skammta þeim laun. Allt fólk með jarðtengingu sér hversu vitlaust þetta er.

Gull, silfur eða brons sagði Sigurður Ingi. Hann lokar augunum fyrir fátækt og mismunun.

Sigurður Ingi Jóhannsson skóf ekki af eigin ofmati í Kryddsíldinni þegar hann sagði að hvar sem er í heilbrigðismál eða velferðarmálum þá séu Íslendingar gull, silfur eða bronsverðlaunahafar í öllum greinum.

Enginn andmælti karlagrobbi Sigurður Inga. Haft er fyrir satt að Sigurður Ingi hafi ekki stigið fæti á jörðina frá kosningunum í september. Svo uppfullur er hann víst að eigin ánægju og vellíðan.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Allt fólk með jarðtengingu sér hversu vitlaust þetta er.

Einhvern daginn mun hann vaki til lífsins í raunheimi. Þá mun hann jafnvel sjá að hér er margt í kaldakoli. Sjúkrahúsið er að springa. Að óbreyttu verður þar algjört hallæri. Starfsfólki fækkar. Bara á síðasta ári fækkaði sjúkraliðum um nærri fimmtíu. Og var þó þörf fyrir að fjölga þeim.

Hjúkrunarfræðingar eru margir hverjir að gerast upp á endalausu vinnuálagi. Ekki hjálpar að menntamálaráðherra Framsóknar stóð sig ekki betur en svo að þrátt fyrir ástandið voru stífar fjöldatakmarkanir í nám í hjúkrunarfræði.

Ráðherrar Íslands hafa komið í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið að semja um eigin kjör. Félagsdómi hefur verið gert að skammta þeim laun. Allt fólk með jarðtengingu sér hversu vitlaust þetta er.

Það var sérstakt að enginn viðstaddra gerði alvarlegar athugasemdir við karlagrobb formanns Framsóknar. Hann má láta svona heima hjá sér í hesthúsinu. Það er hins vegar galið að fari fram með þessum hætti í stjórnarráði Íslands.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: