- Advertisement -

Covid klýfur Sjálfstæðisflokkurinn

„Fólk hræðist ekki lengur veikindin af völdum covid, heldur sóttvarnaryfirvöld og þeirra aðgerðir.“

Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og nokkrir þingmenn hans eru á því að of langt sé gengið í sóttvörnum vegna Covid. Málgagnið er í þessum hópi.

Í leiðara dagsins segir til dæmis: „Varnaðarorð Arn­ars Þórs Jóns­son­ar eiga ríkt er­indi við Alþingi, rík­is­stjórn og all­an al­menn­ing, nú þegar far­ald­ur­inn hef­ur geisað í tæp tvö ár. Nauðsyn­legt er að borg­ara­leg rétt­indi og rétt­ar­ríkið standi plág­una af sér og að al­menn­ing­ur fái sem allra fyrst um frjálst höfuð strokið.“

Ritstjórinn hefur kosið að gera ræðu varaþingmannsins, Arnar Þórs Jónssonar, að sínum. Arnar Þór hefur höfðað dómsmál gegn Þórólfi Guðnasyni.

„Svo ég segi bara við þessa vald­sæknu stjórn­ar­herra: hættið þessu , og það strax.“

Jón Steinar er gamall vinur aðal. Í grein hans í Mogganum segir:

„Þessi stjórn­tök á þjóðinni eru að mín­um dómi fyr­ir neðan all­ar hell­ur. Og til að heilaþvo þjóðina er hætt­an mikluð með orðskrúði og með áskor­un­um til al­menn­ings um að sýna nú sam­stöðu.“

Síðar í grein Jóns Steinar segir: 

„Það er auðvitað furðulegt að beita þving­un­um til að forðast smit á sjúk­dómi sem er svo til hætt­ur að valda skaða og kall­ar ekki á önn­ur úrræði en aðrir sjúk­dóm­ar, þ.e. aðstoð lækna. Aðgerðirn­ar fela auk ann­ars í sér al­var­leg frá­vik frá meg­in­regl­unni um frelsi fólks og ábyrgð á sjálfu sér sem verður að telj­ast grunn­regla í sam­fé­lagi okk­ar.

Svo ég segi bara við þessa vald­sæknu stjórn­ar­herra: hættið þessu , og það strax.“

Vilhjálmur Árnason, starfandi þingflokksformaður flokksins, skrifar:

„Það er ríkisstjórnarinnar og okkar þjóðkjörinna fulltrúa að horfa til heildarhagsmuna við alla ákvörðunartöku. Enn og aftur sýnist mér að það sé ekki gert nú.

Fólk hræðist ekki lengur veikindin af völdum covid, heldur sóttvarnaryfirvöld og þeirra aðgerðir. Áhrifin á yngstu kynslóðina eiga eftir að koma í ljós.“

Víst er að nú reynir á þanþol Sjálfstæðisflokksins. Þó Bjarni segi, og hafi sagt, að flokkurinn sé stór og hann þoli ólík sjónarmið á það ekki við hér. Flokkurinn er við það að springa undan þessu álagi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: