- Advertisement -

Katrín á Bessastaði og Sigurður Ingi í stjórnarráðið

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Stjórnmál Allt snýst þetta um Katrínu Jakobsdóttur. Fer hún í framboð til forseta? Og ef svo verður mun hún sigra og verða næsti forseti Íslands. Hvað verður þá um ríkisstjórnina og Vinstri græn?

Best að byrja á ríkisstjórninni. Þegar Katrín fer í forsetaframboð fækkar um einn ráðherra í ríkisstjórninni. Best er að gera ráð fyrir að Sigurður Ingi formaður Framsóknar taki við sem forsætisráðherra. Óvíst er hver taki þá við hans ráðuneyti.

Ekki mun koma til greina að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira en hann hefur. Varaformaðurinn er í fjármálaráðuneytinu og ekki tekur að skipta aftur um ráðherra þar. Bjarni er kominn í hvíldarinnlögn í utanríkisráðuneytinu og verður þar fram að kosningum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hvað verður um Vinstri græn? Ekkert merkilegt. Finna sér annan formann og slefast í gegnum kosningarnar og fá þrjá til fjóra þingmenn. Það reddast.

Þó Katrín sé núna búin með sína pólitísku inneign þá nær það ekki til forsetakosninganna. Þekking hennar og reynsla mun hlaða fljótt í góða inneign til forsetakjörs. Katrín hefur fína framkomu, það er þegar húnn vill svo vera láta. Hún hefur að auki mjög góða nærveru.

Katrín verður helst að svara í dag eða á morgun.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: