- Advertisement -

Rúmast tvær ríkisstjórnir í einni?

Leiðari Flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, sem mynda núverandi ríkisstjórn, ásamt Framsóknarflokki, eru ekki eins líkir og forystufólk þeirra vill vera láta. Komið er babb í bátinn.

Formaður Sjálfstæðisflokksins boðar skattalækkanir í Mogganum í dag. Hann kýs samt að segja sem minnst. Forveri hans á stóli formanns notar leiðara dagsins til að hvetja eftirmanninn sinn til dáða í skattalækkunum. Sem hann mun eflaust taka alvarlega.

Í Fréttablaðinu hikar næstráðandi VG ekki eitt andartak þegar hún, Svandís Svavarsdóttir, boðar stórsókn í skattahækkunum. Meðal annars vill hún endurvekja sykurskattinn. Skattinn sem Bjarni gerði að forgangsverkefni að leggja af, þegar hann komst í fjármálaráðuneytið í fyrra skiptið.

Þrátt fyrir vinskapinn og væntumþykjuna milli formannanna virðast gárur vera komnar á áður slétt yfirborðið.

Ekkert er vitað um afstöðu Framsóknar til átaka stjórnarflokkanna tveggja.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: