- Advertisement -

Íslensk stjórnvöld til varnar mútum

„Íslensk stjórnvöld þurfa að bæta sig til muna í eftirliti með mútubrotum að mati starfshóps Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Í skýrslu um mútubrot í alþjóðaviðskiptum sem stofnunin birti í gær kemur fram að Íslendingar hafi haft ranghugmyndir um að íslenskir einstaklingar taki ekki þátt í alþjóðlegum mútugreiðslum.“

Þetta er fengið úr frétt í Fréttablaðinu.

Þetta er alrangt. Allir vita að mútur tíðkast og hafa tíðkast. Málið er að yfirvöld, í langan, langan tíma, hafa kosið að viðhalda mútum, koma alls ekki í veg fyrir þær. Fyrir meira en þrjátíu árum sat ég, sem blaðamaður, í dómssal þar sem réttað var í þekktu sakamáli. Þar mátti ekki tala um mútur – þess í stað var talað um fyrirgreiðslufé. Það er svo sem annað mál.

 „Starfshópurinn telur að þessi rótgróna ranghugmynd í hugum Íslendinga hafi valdið því að hingað til hafi eftirliti með og rannsóknum á mögulegum mútugreiðslum íslenskra einstaklinga verið verulega ábótavant,“ segir OECD.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Enn er farið með rangindi. Íslendingar vita af mútum, rétt eins og aðrar þjóðir, en Íslendingar hafa kappkostað við að rannsaka ekki mútur. Vilja viðhalda þeim.

„Þær hafa í raun ekki verið neinar þar til Samherjamálið kom upp á yfirborðið í lok síðasta árs. Það mál hefur að mati hópsins splundrað hugmyndum Íslendinga um að hér greiði enginn mútur,“ segir í fréttinni í Fréttablaðinu.

Við næstu athugasemdum verður íslensku skollaeyrunum skellt yfir málið.

„Er tekið fram að íslenska ríkið verði að grípa til ráðstafana til að framvegis verði frumkvæði sýnt í rannsóknum og eftirliti á mögulegum mútubrotum.“

Fullkomlega er vonlaust að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða. Þeim þykir þetta eflaust fínt svona.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: