- Advertisement -

Er fjár­fest­ing Icelandair Group upp á 1,9 ma.kr. fyrir 50% hlut Lind­ar­vatni töp­uð?

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar:

Svar mitt við rakalausum ásökunum í minn garð undanfarna daga og vikur um málefni Icelandair, Landssímareitinn og Lindarvatn ehf.

Svarið er ítarlegt eða í 50 liðum þar sem tilraun er gerð til að lýsa staðreyndum, tímalínu og tengslum með opinberum gögnum og síðast en ekki síst að spyrja nauðsynlegra spurninga sem ekki hefur tekist að fá svör við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá síðustu þrjá liði samantektarinnar sem lesa má í heild sinni í grein minni í Kjarnanum.

48. Að lokum mætti fram­kvæmda­stjór­inn Jóhannes upp­færa svör sín og bæta við umfjöllun um neyð­ar­lán IG til félags­ins og nýlegar við­bótar lán­tökur. Stað­reyndir sem honum voru kunnar á þeim tíma en hann ákvað að sleppa að fjalla um.

49. Eftir stendur spurn­ing­in: Er fjár­fest­ing Icelandair Group upp á 1,9 ma.kr. fyrir 50% hlut Lind­ar­vatni töp­uð? Miðað við veð­bók­ar­vott­orð er áhvílandi um 12 millj­arðar króna en í útgáfulýsngu skulda­bréfa er áætlað verð­mæti Land­símareits­ins 10,5 millj­arðar króna við verk­lok.

50. Sam­an­tekt þessi hlýtur að kalla á óháða rann­sókn á mál­inu í heild sinni. Hvernig getur virði Lind­ar­vatns hækkað úr 934 m.kr. í 3.800 m.kr. á 8 mán­uð­um? Hverjar voru for­sendur við­skipt­anna? Hver er skuld­bind­ing IG vegna leigu­samn­ings um fast­eignir á Lands­símareit? Fjár­festar hljóta að gera kröfu um að allar upp­lýs­ingar um þetta mál verði opin­ber­ar áður en þeir taka þátt í hluta­fjár­út­boði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: