- Advertisement -

Er hægt að hugsa sér meiri skömm?

Sólveig Anna Jónsdóttir:

Nú hafa 10.022 manneskjur verið myrtar á Gaza. Af þessum fórnarlömbum þjóðarmorðs Ísraels og Bandaríkjanna eru meirihluti börn og konur. En samt heyrist ekkert frá íslenskum stjórnvöldum, nema innantómt þvaður um „mannúðarvopnahlé“.

Hugsið ykkur: Stjórnvöld okkar eigin lands eru svo auðvirðileg að þau geta ekki sagt orðið VOPNAHLÉ. Þau geta ekki sagt það vegna þess að Ameríka heimilar ekki notkun orðins.

Er hægt að hugsa sér meiri skömm? Það er verið að myrða börn og konur, og við fylgjumst með hryllingnum í beinni útsendingu, heyrum neyðaróp í saklausu fólki, litlum börnum, og okkar eigin stjórnvöld geta ekki einu sinni sýnt nægilegan manndóm til að krefjast vopnahlés.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég geri orð fólksins sem gekk til stuðnings Palestínu á laugardaginn í Washington DC að mínum, orðin sem þau kölluðu að Biden og ég kalla þau á íslensk stjórnvöld:

Shame! Shame! Shame! Shame!

Skömm! Skömm! Skömm! Skömm!

Hér er mynd frá Rantisi barnaspítalanum á Gaza, sem að Ísrael sprengdi í gær:


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: