- Advertisement -

Er Mogginn þá þrýstiapparat?

„Það fer vax­andi að fá­menn þrýstiapparöt hafi sig iðulega mjög í frammi þegar slík færi gef­ast og nái of oft að sveigja mál í átt að sér­visku sinni,“ skrifar Davíð Oddsson í Moggann sinn, Mogga morgundagsins.

Frábært orð; þrýstiapparöt. Margt kemur upp í hugann. Fyrst SFS, áður LÍÚ. Útgerð Moggans. Er þá Mogginn þrýstiapparat? Já, sennilega. Annars er Davíð önugur. Finnur að háttsemi núverandi handhafa valdsins:

„Það þykir stund­um þroska­merki hjá þeim sem með valdið fara að koma sér upp formi til kynn­ing­ar mála, svo sem með aug­lýs­ing­um eða „gátt“. En það hef­ur tekið á sig þá mynd að vera skjól fyr­ir þá sjálfa. Formið er auka­atriði hjá því sem meira skipt­ir, þeirri ábyrgð og trausti sem op­in­beru umboði fylg­ir.“

„En þegar horft er til skipu­lögðu þrýstiafl­anna, oft fá­menns hóps sem fær að auki op­in­ber­an fjár­stuðning til að tala sínu máli, og und­an­láts­semi við það, er með læ­vísi farið aft­an að fólk­inu. Þótt það hafi hugs­an­lega verið utan „gátt­ar“ er það illa svikið í þeirri full­vissu sinni að lýðræðið sjálft væri trygg­ing sem setja mætti allt sitt traust á. At­hug­un síðar sýn­ir iðulega að þrýsti­lofts­menn hafa áður reynt að fá trúnað al­menn­ings í gegn­um kjör­kass­ana og því valið bak­dyrn­ar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: