- Advertisement -

Með Ríkisútvarpið á heil­an­um?

„Dælt er pen­ing­um í RÚV en stofn­un­inni virðist þrátt fyr­ir all­an þann pen­ingamokst­ur ófært um að ráða til sín sæmi­legt lið í hóp frétta­manna.“

Davíð Oddsson.

„Þetta skrítna Rík­is­út­varp okk­ar get­ur ekki hamið sig þegar Don­ald Trump er ann­ars veg­ar. Það get­ur ekki einu sinni sagt frá gam­alli kæru konu nokk­urr­ar, sem hélt því fram að sá hefði haft við sig mök, vænt­an­lega gegn greiðslu, miðað við starfa henn­ar, árið 2006! Tíu árum síðar hótaði hún, með at­beina fyrr­ver­andi lög­fræðings Trumps, að upp­lýsa þetta ör­skömmu fyr­ir kosn­ing­ar og valda Trump tjóni, þótt hann neitaði þess­um sök­um, nema fram­bjóðand­inn greiddi sér fé, sem var skipti­mynt miðað við fjár­hag Trump,“ skrifar Davíð Oddsson í Reykjavíkurbréfi morgundagsins.

Hann nefndi þennan kafla. „Með Trump gamla á heilanum“.

Oft má halda að DO sé með RÚV á heilanum. Gefum honum orðið:

„Nú þegar Trump er aft­ur kom­inn í for­setafram­boð þá er dúkkað upp á ný með málið frá 2006!“

„Það er alþekkt í Banda­ríkj­un­um að þar sem efnaðir menn eiga í hlut viður­kenna menn ekki sök en kaupa þessi óþæg­indi af sér enda óhægt um vik í miðri kosn­inga­bar­áttu. En hvers vegna kom málið þá upp? Vegna þess að lög­fræðing­ur­inn fyrr­ver­andi stal fénu frá gleðikon­unni og var dæmd­ur í margra ára fang­elsi fyr­ir vikið! Hann var þá orðinn launaður ráðgjafi frægr­ar frétta­stofu. Þekkt­ur fréttamaður þar heillaðist svo af lög­fræðingn­um að hann lýsti því yfir í út­send­ingu að hann teldi hann eiga að fara í for­setafram­boð!

Og nú þegar Trump er aft­ur kom­inn í for­setafram­boð þá er dúkkað upp á ný með málið frá 2006! Íslenska Rík­is­út­varpið hef­ur sleppt að segja frá sak­sókn­ar­an­um í New York sem lét sig hafa að fara með málið sem all­ir aðrir höfðu hafnað og hvers kon­ar papp­ír er þar á ferð og hver sé saga hans.“

Næst er DO á Íslandsmiðum:

„Dælt er pen­ing­um í RÚV en stofn­un­inni virðist þrátt fyr­ir all­an þann pen­ingamokst­ur ófært um að ráða til sín sæmi­legt lið í hóp frétta­manna, og er þá ekki rætt um þá sem þar hafa verið eins lengi og þeim var sætt, en voru sagðir vera með stöðu sak­born­inga, þegar síðast frétt­ist. Þau mál, sem þar eru á ferð, eru væg­ast sagt óhugn­an­leg, þótt rétt sé að bíða dóms áður en meira verði um það fjallað, þótt viðkom­andi frétta­menn hafi aldrei gætt slíkra reglna sjálf­ir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: