- Advertisement -

Mogginn segir bankana hafa fallið vegna transfólks

Samstöðin:

Leiðarar Morgunblaðsins gerast æ undarlegri. Í dag er leiðarinn rant út frá falli Silicon Valley Bank og skjálfta á fjármálamörkuðum og má helst skilja á höfundinum, sem án efa er Davíð Oddsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, að bankinn hafi fallið eftir að hafa tekið of mikið tillit til réttindabaráttu svartra, kynsegin fólks og annarra undirsettra hópa.

Leiðarinn er svo ruglaður að það er ekki hægt að endursegja hann. Við birtum hann því hér því fólki til fróðleiks sem sér Morgunblaðið ekki og er kannski ókunnugt um hvaða efni það er sem stórútgerðin dreifir í Mogganum sem hún heldur úti fyrir arðinn af auðlindum almennings:

54 milljarðar dollara eru aurar líka
Hver bank­ar spurðu álfarn­ir

Skyndi­leg­ur vand­ræðagang­ur á af­mörkuðum öng­um banka­heims­ins á sér fleiri skýr­ing­ar en blasa við í fyrstu. Hinar hefðbundnu skýr­ing­ar eru auðvitað þar. Yf­ir­völd höfðu slegið af agaðri regl­um fyr­ir smærri banka sem sett­ar voru eft­ir vand­ræðin 2007-8. SVB-bank­inn tald­ist, eft­ir þær breyt­ing­ar, til „meðal­stórra eða smærri banka“. En áfram var hann þó kynnt­ur um­heim­in­um sem 16. stærsti banki Banda­ríkj­anna.

Skil­grein­ing um 16. banka Íslands myndi ein­fald­lega þýða að sá banki væri ekki til þar. En í Banda­ríkj­um 50 ríkja þá er banki í 16. sæti ekki smá­banki.

En nú er annað atriði, sem fel­ur í sér ótal mörg önn­ur, og sum þeirra eru næsta óskilj­an­leg, og eru þó tal­in mun meiri ófara­vald­ur en stærð bank­ans reynd­ist. Það fell­ur und­ir þá nýj­ung sem rutt hef­ur sér til rúms, ekki síst í ver­öld demó­krata vest­an hafs, og ýtir flestu til hliðar.

Leiðari Moggans:

Nýj­ar út­gáf­ur „kyns“, sem Obama for­seti viður­kenndi á sinni tíð að væru skyndi­lega orðin 14 til 16 sam­tals, en mun hafa fjölgað nokkuð síðan.

Talið var nauðsyn­legt að bank­inn setti „WOKE-gild­in“ í önd­vegi. Þau snú­ast m.a. um kynþætti, sem full­yrt er að hafi síðustu ára­tugi verið of­sótt­ir öld­um sam­an. Nýj­ar út­gáf­ur „kyns“, sem Obama for­seti viður­kenndi á sinni tíð að væru skyndi­lega orðin 14 til 16 sam­tals, en mun hafa fjölgað nokkuð síðan. Fram til þessa hafði í þúsund ald­ir verið út frá því gengið að kyn­in væru aðeins tvö og að áhuga­mál, til­finn­ing­ar og áhersl­ur ein­stak­linga inn­an kynj­anna hefðu ekki hið minnsta með þær ei­lífu staðreynd­ir að gera. En slík „sjón­ar­mið“, sem tal­in voru næsta al­gild frá því að Adam og Eva voru og hétu, tóku skyndi­lega að láta und­an nýju húlla­hoppi hávaðasamra. Nú held­ur fjöldi manna því fram og það í fullri al­vöru að kyni ein­stak­linga megi breyta með ein­faldri og jafn­vel fyr­ir­vara­lausri yf­ir­lýs­ingu!

Okk­ar frægi kúlu­varp­ari Huse­by hefði þannig getað til­kynnt sig sem trans­konu nokkr­um mín­út­um fyr­ir keppni og svo leikið sér að því að setja 10 heims­met í kvenna­kúlu­varpi. Rétt er að árétta, að það hefði Húsa aldrei komið til hug­ar, enda var hann uppi áður en full­kom­in þvæla teld­ist ný regla til­ver­unn­ar, sem skylt væri að taka al­var­lega.

Reynd­ar var SVB ekki eini bank­inn vestra sem lenti í rugl­inu, en það var óneit­an­lega fyr­ir­ferðar­mikið í kynn­ing­um hans og yf­ir­lýs­ing­um og eng­in þeirra hafði neitt með banka­rekst­ur að gera, né upp­lýsti að þetta til­tekna fyr­ir­tæki væri aðallega banki og myndi í ná­inni framtíð leggja megin­á­hersl­ur á það. En SVB er ekki einn um þetta. Svo er komið að woke-ið veður uppi í aug­lýs­ing­um og kynn­ing­um stærstu og fræg­ustu banka Banda­ríkj­anna. Stór­brotn­um fjár­mun­um er varið í vit­leys­una og eng­inn er nokkru nær um það fyr­ir hvað bank­inn stend­ur eða hvers viðskipta­vin­ir hans megi vænta af hon­um. Risa­bank­arn­ir eru hins veg­ar svo fjár­hags­lega sterk­ir að ekk­ert bend­ir enn til þess að öfl­ug þátt­taka í rugli nái að setja þá á haus­inn á kom­andi tím­um. Það væri þó ekki ósann­gjarnt að svo færi, en á hinn bóg­inn yrði það him­in­hróp­andi dýrt fyr­ir hinn vest­ræna heim.

Það má segja hinum þekkta sviss­neska banka Cred­it Suis­se til máls­bóta að woke-ruglið var ekki að kaf­sigla hann. Hans vand­ræði stöfuðu ekki síður af ógæti­legu vali á sín­um stærstu kúnn­um og virt­ist bank­inn bú­inn að gleyma hinum alda­gömlu sviss­nesku regl­um að velja sér vini af mik­illi gætni og leggja enn meiri vand­virkni í að velja sér verðuga óvini. En nú rík­ir þó meiri bjart­sýni í banka­land­inu inni á milli fjallat­ind­anna en áður, þar sem seðlabanki Sviss hef­ur ákveðið að lána bank­an­um 54 millj­arða doll­ara og fær þá Cred­it-for­skeytið silf­urgljáa sinn á ný.

Binda verður von­ir við að um víða ver­öld fari bank­ar að taka sig al­var­lega á ný. Hér á landi fengu æv­in­týra­menn stjórn­lausa út­rás og höfðu áður sölsað und­ir sig allt banka­kerfi lands­ins. Þá var sett niður rann­sókn­ar­nefnd til að rann­saka hvers vegna í ósköp­un­um það æv­in­týri gat endað illa. Rann­són­ar­nefnd­in sú taldi brýn­ast að kanna hvers vegna emb­ætt­is­menn hefðu brotið regl­ur sem sett­ar voru af nefnd­inni sjálfri nokkr­um árum síðar!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: