- Advertisement -

„Erfitt er að verj­ast brosi þegar VG-liðar tala með vand­læt­ingu um málþóf“

Forysta VG: Katrín Jakobsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Svandís Svavarsdóttir.
Benedikt Jóhannesson um þingmenn:
Sum­ir koma aft­ur og aft­ur upp til þess að segja það sama – eða ekk­ert. Aðrir koma í ræðustól til þess að segja aula­brand­ara.

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, vekur athygli á að aðeins um 23 prósent landsmanna bera traust til Alþingis.

„Ekki þarf að horfa lengi á umræður frá Alþingi til þess að sjá að marg­ir þing­menn mættu taka þing­fundi hátíðleg­ar. Ég er einn þeirra sem tel­ur að fólk eigi að klæða sig spari­lega í þingsal og sýna Alþingi þannig virðingu. Verra er hve marg­ar ræður eru illa und­ir­bún­ar, ræðumenn tafsa og tuldra, end­ur­taka sig og rek­ur í vörðurn­ar. Sum­ir koma aft­ur og aft­ur upp til þess að segja það sama – eða ekk­ert. Aðrir koma í ræðustól til þess að segja aula­brand­ara. Örfá­ir mæta helst aldrei. Stöku eru dóna­leg­ir og orðljót­ir,“ segir Benedikt í nýrri Moggagrein.

Meg­in­skýr­ing­in á van­trú fólks á þing­mönn­um er ör­ugg­lega sú að þeir eru sjálf­um sér verst­ir.

„Af kynn­um mín­um tel ég að alþing­is­menn séu upp til hópa heiðarlegt fólk, sem mætti oft­ar vera sjálfu sér sam­kvæmt,“ skrifar Benedikt. „Meg­in­skýr­ing­in á van­trú fólks á þing­mönn­um er ör­ugg­lega sú að þeir eru sjálf­um sér verst­ir. Erfitt er að verj­ast brosi þegar VG-liðar tala með vand­læt­ingu um málþóf stjórn­ar­and­stöðu, þing­menn sem árum sam­an töluðu mest en sögðu minnst á lög­gjaf­ar­sam­kom­unni. Í þingsal á ekki að vera sam­keppni í því hver get­ur hneyksl­ast mest, held­ur vett­vang­ur upp­byggi­legra umræðna. En eng­um dett­ur neitt upp­byggi­legt í hug meðan Miðflokks­menn mæra speki hver ann­ars í þingsal eða á öðrum vett­vangi.

Meg­in­vandi ís­lenskra stjórn­mála­manna er þó hræðslan við að ná niður­stöðu og klára mál. Þeir ýta mik­il­væg­um mál­um á und­an sér: Markaðsgjald í sjáv­ar­út­vegi, skyn­sam­leg stjórn­ar­skrá, jafn kosn­inga­rétt­ur, stöðugur gjald­miðill. Þing­mönn­um er ókleift að klára þessi mál vegna þess að þau snerta jafn­rétti og allra hag. Ekki sér­hags­muni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: