- Advertisement -

Eru með dollaramerki í augum

Samfélag „Kjarni málsins er sá að þessi landeigendafélög hafa ekki lagt fjármuni í uppbygginguna, nema nú í tengslum við að þau eru að fara að rukka inn,“ sagði Rósa Björk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands, um gjaldtöku á ferðamannastöðum, í samtali við fréttastofu Rúv, fyrr í dag.

„Þetta eru í raun og veru finnst mér landeigendur með dollaramerki í augunum. Það sem skipti máli líka er að meirihlutinn af þessum landeigendum sem standa á bak við landeigendafélögin byggja ekki afkomu sína á svæðinu. Á þessum svæðum er ekki hefðbundin landnýting, það er að segja í kringum þessar náttúrperlur.“

Ferðamálasamtök Íslands segja landeigendur hafa í mörgum tilfellum komið í veg fyrir uppbyggingu á vinsælum náttúruperlum. Þau vilja að stjórnvöld beiti lagasetningu eða eignarnámi til að koma í veg fyrir gjaldtöku.

Erðamálasamtök Íslands skipa átta landshlutasamtök sem vinna að hagsmunum ferðaþjónustunnar, hvert á sínu landssvæði. Aðalfundur samtakanna var samþykkt ályktun Rósu Bjarkar um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þar er skorað á stjórnvöld að stöðva gjaldtöku á einstaka ferðamannastöðum annað hvort með lagasetningu , og eða, eignarnámi þar sem það á við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samtökin skora á stjórnvöld, vegna mikilla og aukinna tekna ríkissjóðs af erlendum ferðamönnum, að auka fjármagn til uppbyggingar helstu ferðamannastaða. Fjögur svæði eru sérstaklega nefnd sem einstök náttúruvætti sem ættu að vera í þjóðareign. Dettifoss og Námaskarð, Geysir í Haukadal, Kerið í Grímsnesi og Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, en ekkert kostar að koma að Jökulsárlóni en ferðamenn verða að borga taki þeir ljósmyndir af náttúruperlunni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: