- Advertisement -

Erum Norðurlandameistarar í verðbólgu

Las eftirfarandi á ff7.is:

Verðbólga hér er 3,6 prósent en er undir tveimur prósentum á hinum Norðurlöndunum.

Ársverðbólga hér á landi mældist 3,6 prósent í desember og Ísland er því 11. sæti yfir þau Evrópulönd þar sem verðbólga er hæst samkvæmt nýrri samantekt Hagstofunnar. Á listanum er Tyrkland í efsta sæti með 44,4 prósenta verðbólgu. Í öðru sæti er Norður-Makadónía en þar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,7 prósent sl. 12 mánuði.

Að jafnaði mældist ársverðbólga hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins 2,7 prósent í desember og það á líka við um allt EES-svæðið. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem eru með evru þá er verðbólgan þar aðeins lægri eða 2,4 prósent að jafnaði. Sem fyrr segir eru hún helmingi hærri hér á landi eða 3,6 prósent.

Vísitala neysluverðs hefur hækkað minnst í Sviss eða 0,4 prósent síðastliðið ár en svo kemur evrulandið Írland eins og sjá má hér fyrir neðan. Af Norðurlöndunum þá er verðbólga langhæst á Íslandi því hún mælist undir tveimur prósentum í hinum norrænu ríkjunum.

Byggt á tölum Hagstofunnar. Verðb+olgutölunni fyrir Bretland var bætt við.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: