- Advertisement -

Eyðingaröfl óhefts kapítalisma / viðloðandi skortur á íbúðum

Gunnar Smári skrifar:

Meðan hinum svokallaða markaði er treyst fyrir húsnæðisuppbyggingunni verður hér viðloðandi skortur og verð mun ætíð hækka umfram verðlag og laun. Það verður því æ erfiðara fyrir fólk að kaupa húsnæði, ómögulegt fyrir fólk með meðaltekjur og þar undir. Hinn svokallaði markaður eyðir biðröðum með verðhækkunum, þau sem ekki hafa efni á að taka þátt í leiknum snúa heim. Ef þau eiga heimili. Í húsnæðismálum snúa þau út á hinn óhefta leigumarkað og ef þau ráða ekki við okrið þar flytja þau aftur heim í foreldrahús, í ódýrari leigu í bílskúrum og iðnaðarhúsnæði, á beddann hjá frænku eða í fjarlæg byggðarlög þar sem leiga er eilítið ódýrari, nógu mikið til mögulega sé hægt að borga leigu og eiga samt mat út mánuðinn.

Eina leiðin til að leysa húsnæðiskreppuna er að byggja yfir þurfandi. Eftir langvarandi vanrækslu hins opinbera gagnvart félagslegu húsnæði og uppbyggingu húsnæðis, sem varið er fyrir lóðabröskurum, verktökum, leigusölum og okrurum, þarf að byggja hér 20 til 30 þúsund íbúðir til að slá á þörfina og stöðva sífella hækkun húsnæðiskostnaðar, sem étið hefur upp kaupmáttaraukningu undanfarinna ára.

Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem áttar sig á skyldu sveitarfélaga og ríkisvaldsins í húsnæðismálum, eini flokkurinn sem hafnar grillum nýfrjálshyggjunnar um að hinn svokallaði markaður þjóni almenningi betur en almannavaldið. Ef þú trúir blint á markaðinn, þá hefurðu marga kosti í komandi kosningum. Ef þú hefur vaknað upp og séð eyðingaröfl óhefts kapítalisma, þá hefurðu aðeins einn kost; Sósíalistaflokk Íslands.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: