- Advertisement -

Facebook milli steins og sleggju

Þetta gerir Facebook einfaldlega einn öflugasta hlutann í njósnaneti Bandaríkjanna. 

Marinó G. Njálsson skrifar:

Sú hræðsla Trumps að Kínverjar gætu njósnað um TikTok notendur er nánast kómísk þegar fréttir um vandræði Facebook eru lesnar. Eins og einhverjir kunna að vita, þá úrskurðaði Dómstóll Evrópusambandsins að ekki væru nægilegar tryggar varnir þegar gögn væru flutt frá Evrópu til Bandaríkjanna og því ekki hægt að koma í veg að snuðrað væri um evrópska notendur Facebook.

Aumingja Facebook er milli steins og sleggju, því lög í Bandaríkjunum skylda fyrirtækið að veita leynisþjónustustofnunum (lesist NSA) aðgang að öllum gögnum sem þangað berast og Facebook krefst að geta flutt öll gögn til Bandaríkjanna. Þetta gerir Facebook einfaldlega einn öflugasta hlutann í njósnaneti Bandaríkjanna. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

En nú er úr vöndu að ráða og þá skellir Facebook fram hótun um að loka á evrópska notendur. Segja að þetta séu hreinar staðreyndir, en það er náttúrulega bara steypa. Það er nákvæmlega EKKERT sem kemur í veg fyrir að Facebook geymi evrópsk gögn í Evrópu, asísk í Asíu, afrísk í Afríku, o.s.frv. Ég hef unnið nógu lengi í tölvugeiranum til að vita að hindranirnar eru ekki tæknilegar. Þetta snýst bara um vilja fyrirtækisins til að gera það. Nema að fyrirtækið sé með samning við NSA eða aðrar bandarískar njósnastofnanir að flytja gögnin þangað til að tryggja þessum stofnunum aðgang að gögnunum. Ef ég á bara að segja eins og er, þá finnst mér það líklegasta ástæðan og að þeir samningar séu hluti af einhvers konar sátt sem Facebook gekkst undir við bandarísk stjórnvöld á sínum tíma eftir að komst upp um ýmis brot fyrirtækisins, en þau hafa verið ansi mörg í gegn um tíðina.

Greinin birtist á Facebooksíðu Marinós.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: