- Advertisement -

Fall krónunnar er helsta orsök verðbólgu

En þeir eru vissulega til, sem græða.

Þorsteinn Pálsson.

„Ríkisstjórnin segir að verðbólgan sé afleiðing kjarasamninga. Þegar þeir voru samþykktir sagði hún hins vegar að í annan tíma hefðu ekki verið gerðir jafn ábyrgir samningar. Hún verðlaunaði meira að segja launafólk og atvinnufyrirtæki með umtalsverðum skattalækkunum, þó að þá þegar hafi verið ljóst að ríkissjóður væri ekki lengur sjálf bær,“ segir meðal annars í grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag.

„Seðlabankinn taldi kjarasamningana svo ábyrga að hann lækkaði vexti þrátt fyrir slæmar horfur með afkomu ríkissjóðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vitaskuld er engin ein ástæða fyrir verðbólgu og kjarasamningar eru alls ekki undanskildir. En ljóst er að fall krónunnar er helsta ástæðan. Það stangast bara á við pólitíska lífssýn stjórnvalda að viðurkenna þann veruleika.

Verðbólgan og gengisáhættulánin sýna að frá sjónarhóli almannahagsmuna er það ekki ókeypis að standa alltaf í vegi fyrir kerfisbreytingum. Það hefur af leiðingar. En þeir eru vissulega til, sem græða.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: