- Advertisement -

Fara fasteignasalar gegn lögunum?

Eins og komið hefur fram hér á síðunni er meira en kurr meðal fasteignasala. Ástæðan er að fyrirtæki sem er treyst til að vista og geyma afar viðkvæm gögn um viðskiptavini margra fasteignasala, nýtur ekki trausts þeirra allra.

Rót ósættisins er sú að margar fasteignasölur haldia tryggð við fyrirtæki sem heitir Think software ehf. Viðmælandi okkar sagðist hafa vitneskju um að í raun sé enginn starfsmaður skráður hjá fyrirtækinu og sá sem er í forsvari fyrir fyrirtækið hafi tvisvar verið dæmdur brot á skattalögum.

Fyrir nokkru voru sendar spurningar til Félags fasteignasala, sem hefur ekki svarað með einu orði. Málið er alvarlegt. Hér að neðan er listað upp hvaða lög gilda um fasteignasala. Þar segir t.d. að þeir séu bundnir þagnarskyldu og að þeir skuli sjá til þess að skjöl komist ekki í rangar hendur.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvað segja lög um fasteignasala?

 

  1. gr.Réttarstaða.
    Fasteignasali hefur réttindi og ber skyldur sem opinber sýslunarmaður, þar á meðal þagnarskyldu um það er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara. Þagnarskylda helst þótt fasteignasali láti af störfum.
    Fasteignasala ber sjálfum að sinna þeim verkefnum sem löggilding hans nær til og ákvæði þessa kafla taka til. Honum er þó heimilt að fela einstaklingum sem starfa hjá honum eða félagi hans um fasteignasölu einstök afmörkuð verkefni við sölu einstakra eigna. Honum er þó aldrei heimilt að fela öðrum eftirfarandi verkefni: alla meginskjalagerð, svo sem samningu söluumboðs, gerð söluyfirlits, tilboðsgerð, kaupsamningsgerð og afsalsgerð, ráðgjöf til kaupanda og seljanda, setu á fundi þar sem kaupandi eða seljandi undirritar skjöl, gerð verðmats, skoðun fasteignar og fjárhagslegt uppgjör. Tilgreina skal í reglugerð hvaða störf fasteignasali má fela þeim sem ráðnir eru til starfa hjá honum, svo sem um störf sölumanna.Sölumaður má ekki hafa hlotið dóm fyrir brot á ákvæðum XVI., XVII., XX., XXVI. eða XXVII. kafla almennra hegningarlaga, verið dæmdur í fangelsi samkvæmt ákvæðum annarra laga eða ítrekað brotið gegn ákvæðum laga þessara, laga nr. 99/2004 eða reglugerða settra samkvæmt þeim. Við ráðningu sölumanna skal fasteignasali ávallt gæta þess að starfsmaður hafi menntun, reynslu og þekkingu er veita honum færni til að sinna starfinu. Starfsmanni er óheimilt að fela öðrum, einstaklingi eða lögaðila, að sinna verkum sem fasteignasali hefur falið honum.

 

 Hvað segja siðareglur FF?

Starf fasteignasala er opinbert trúnaðarstarf í þágu samfélagsins sem snýr almennt að milligöngu um aleigu fólks þar sem algert traust verður að ríkja. Vandaður félagsmaður býr í senn yfir góðri þekkingu og heiðarleika. Félagsmenn gera sér grein fyrir því að traust almennings á stétt þeirra byggist á að hver félagsmaður sé reiðubúinn að hafa faglegar og siðferðilegar hugsjónir að leiðarljósi í starfi. Félagsmenn skulu ávallt hafa hagsmuni viðskiptavina í fyrirrúmi.

 

  1. gr. Félagsmenn skulu stunda fagleg og heiðarleg vinnubrögð og leitast við að vekja traust og virðingu út á við.Jafnframt að leitast við að styrkja samstarf félagsmanna.

 

  1. gr. Félagsmenn og starfsmenn þeirra eru bundnir þagnarskyldu um málefni viðskiptavina sem þeir fá vitneskju um í starfi, s.s. við tilboðsgerð. Þegar starfsemi félagsmanns lýkur skal séð til þess að skjöl fyrirtækisins komist ekki í rangar hendur.

 

  1. gr. Félagsmaður skal hafa góða skipan á skrifstofu sinni, vaka yfir störfum starfsliðs síns og líta eftir því að starfsmenn fylgi góðum fasteignasöluháttum. Ber félagsmanni að sjá til þess, að bókhald skrifstofunnar, varsla fjármuna, skjala og annarra gagna sé í samræmi við lög og góða venju í þeim efnum. Félagsmaður skal ekki láta óviðkomandi hafa aðgang að skjölum eða öðrum gögnum skrifstofunnar, er varðað geta viðskiptavini hans.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: