- Advertisement -

Samkeppniseftirlitið leitar til British Airways

Túristi segir frá í nýrri frétt að Samkeppniseftirlitið hafi beðið um upplýsinga frá móðurfélagi British Airways vegna kaupa Icelandair á WOW. Eftir viku ætla eigendur Icelandair að greiða atkvæði um yfirtökuna, segir á turisti.is.

„Eitt þeirra er British Airways sem flýgur héðan allt að þrisvar á dag frá London en er jafnframt það evrópska flugfélag sem er með flesta áfangastaði í Norður-Ameríku,“ segir í fréttinni. „Á þeim lista er Icelandair í öðru sæti. Og nú hafa stjórnendur IAG, móðurfélags British Airways, fengið beiðni frá Samkeppniseftirlitinu um álit sitt á yfirtöku Icelandair á WOW air. Í svari frá IAG, við fyrirspurn Túrista, segir að fyrirtækið hafi verið beðið um upplýsingar frá íslenskum samkeppnisyfirvöldum og við því verði orðið. Varðandi upplýsingar um hvenær skilafresturinn rennur út þá vísar IAG á Samkeppniseftirlitið. Túristi hefur ekki fengið svar frá eftirlitinu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: